17.10.2013 21:40
Landinn í morgunkaffið, prestar allt um kring og forustudrama.....
Tæknin leyfði enga myndbirtingu hér á síðunni í þetta skiptið enda kannski eins gott.
Að finna mynd sem hæfði fyrirsögninni er vandasamt og sennilega er mitt myndasafn ekki í stakk búið til að skaffa svoleiðis gögn.
Síðustu dagar eru búnir að vera nokkuð viðburðaríkir svo sem eins og flestir mínir dagar.
Einn daginn fékk ég ,,Landa,, í morgunkaffið sem að mínu mati hljómar vel og er bara notalegt. En þegar af því fréttist fóru nokkrir velunnarar mínir að senda mér óumbeðnar ráðleggingar.
Flest voru þessi hollu ráð tengd því að ekki væri nú æskilegt að stunda landadrykkju snemma morguns og hæfði það mér engan veginn. Já nokkrir höfðu áhyggjur af húsfreyjunni......
Þrátt fyrir þessi góðu ráð er ég viss um að landi af þessari tegund gerir flestum gott.
Gísli Einarsson er góður gestur í morgunkaffið, takk fyrir komuna Gísli.
Brot af því sem fram fór eftir morgunkaffið má sjá á RUV sennilega næsta sunnudagskvöld.
Af því ég veit þið hafið það bara fyrir ykkur þá ætla ég að deila smá áhyggjum sem ég hef.
Það var bara venjulegur dagur í dag eða það hélt ég allavega en áður en dagurinn var liðinn hafði ég fengið tvo presta í heimsókn og hringingu frá þremur.
Já já þetta er alveg satt og sem betur fer var ekkert að.
Þó svo að ég viti að átta prestsefni hafa sótt um stöðuna á Staðarstað og séu þessa dagana að líta á söfnuðinn, er mér ekki meira en svo rótt.
Ósjálfrátt spurði ég mig hvort eitthvað sérstakt ,,sóknarfæri,, væri í mér sem safnaðarbarni ?
Ég fór yfir þetta í huganum og fann svo sem ekkert augljóst en hver veit ?
Þar sem ég hef ekki slitið kirkjubekkjunum neitt að ráði og þarf vonandi ekki að gera á næstunni fannst mér þetta heldur ríflegur skammtur á einum degi.
Auðvitað vil ég hafa prest, góðan og helst líka svolítið skemmtilegan held það sé kostur.
Prestar eiga að vera þar sem þeir hafa alltaf verið og notast eftir þörfum.
En bara svo það misskiljist ekki þá er gaman að hitta og heyra í þessu góða fólki og vona ég að hinir birtist á morgun. Verið hjartanlega velkomin nú er ég klár :)
Ég var bara svo óundirbúin í dag og ekki vön að taka inn svona stóran skammt á einum degi.
Þeir sem eiga forustufé nú eða smala því vita að ekki er til neitt betra til að ná upp lágum blóðþrýstingi.............
Bráðum ætla ég að segja ykkur fréttir af síðustu smalamennsku þar sem forustuféð var í aðalhlutverki. Í þeirri frétt verður aðeins farið inná andleg málefni og ýmislegt fleira sem getur nýst til að gera öll samskipti betri...................
En látum líða aðeins lengri tíma ég er ekki viss um að ,,minn,, tími sé endilega kominn.
Að finna mynd sem hæfði fyrirsögninni er vandasamt og sennilega er mitt myndasafn ekki í stakk búið til að skaffa svoleiðis gögn.
Síðustu dagar eru búnir að vera nokkuð viðburðaríkir svo sem eins og flestir mínir dagar.
Einn daginn fékk ég ,,Landa,, í morgunkaffið sem að mínu mati hljómar vel og er bara notalegt. En þegar af því fréttist fóru nokkrir velunnarar mínir að senda mér óumbeðnar ráðleggingar.
Flest voru þessi hollu ráð tengd því að ekki væri nú æskilegt að stunda landadrykkju snemma morguns og hæfði það mér engan veginn. Já nokkrir höfðu áhyggjur af húsfreyjunni......
Þrátt fyrir þessi góðu ráð er ég viss um að landi af þessari tegund gerir flestum gott.
Gísli Einarsson er góður gestur í morgunkaffið, takk fyrir komuna Gísli.
Brot af því sem fram fór eftir morgunkaffið má sjá á RUV sennilega næsta sunnudagskvöld.
Af því ég veit þið hafið það bara fyrir ykkur þá ætla ég að deila smá áhyggjum sem ég hef.
Það var bara venjulegur dagur í dag eða það hélt ég allavega en áður en dagurinn var liðinn hafði ég fengið tvo presta í heimsókn og hringingu frá þremur.
Já já þetta er alveg satt og sem betur fer var ekkert að.
Þó svo að ég viti að átta prestsefni hafa sótt um stöðuna á Staðarstað og séu þessa dagana að líta á söfnuðinn, er mér ekki meira en svo rótt.
Ósjálfrátt spurði ég mig hvort eitthvað sérstakt ,,sóknarfæri,, væri í mér sem safnaðarbarni ?
Ég fór yfir þetta í huganum og fann svo sem ekkert augljóst en hver veit ?
Þar sem ég hef ekki slitið kirkjubekkjunum neitt að ráði og þarf vonandi ekki að gera á næstunni fannst mér þetta heldur ríflegur skammtur á einum degi.
Auðvitað vil ég hafa prest, góðan og helst líka svolítið skemmtilegan held það sé kostur.
Prestar eiga að vera þar sem þeir hafa alltaf verið og notast eftir þörfum.
En bara svo það misskiljist ekki þá er gaman að hitta og heyra í þessu góða fólki og vona ég að hinir birtist á morgun. Verið hjartanlega velkomin nú er ég klár :)
Ég var bara svo óundirbúin í dag og ekki vön að taka inn svona stóran skammt á einum degi.
Þeir sem eiga forustufé nú eða smala því vita að ekki er til neitt betra til að ná upp lágum blóðþrýstingi.............
Bráðum ætla ég að segja ykkur fréttir af síðustu smalamennsku þar sem forustuféð var í aðalhlutverki. Í þeirri frétt verður aðeins farið inná andleg málefni og ýmislegt fleira sem getur nýst til að gera öll samskipti betri...................
En látum líða aðeins lengri tíma ég er ekki viss um að ,,minn,, tími sé endilega kominn.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir