16.08.2013 22:10
Kolskör komin heim
Kolskör mín er komin heim með 18 daga gamalt fyl undan gæðingnum Hersir frá Lambanesi.
Hersir stóð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum nú í sumar.
Faðir hans er Forseti frá Vorsabæ og móðir Elding frá Lambanesi.
Hann hlaut m.a 8.63 fyrir hæfileika, 9 fyrir tölt, vilja og geðslag, mikill gæðingur þar á ferð.
Bara spennandi að sjá hvað kemur næsta vor. Litla Hafgola folaldið hennar Kolskarar hefur stækkað mikið og rúllar um á mjúku og fallegu tölti. Hafgola er undan Blæ frá Torfunesi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir