11.08.2013 22:42
Fréttaskot og dálítið af drauma.........
Bara nokkuð góð skref hjá þessum görpum sem eiga það til að taka góða spretti saman.
Annar svitnar meira en hinn og báðum þykir þetta gaman.
Það hefur verið líf og fjör í tamningunum það sem af er sumri og harðsnúið liðið sem komið hefur að þeim með okkur. Og ótrúlegt en satt þetta er alltaf jafn gaman og fjölbreytt.
Þarna er Mummi að hringteyma sprækan fola í hringgerðinu.
Harpa í vinnunni ???.................dottin Harpa ???
Nei, nei bara að bíða eftir því að fara á bak og þá er gott að halla sér í rauðamölina.
Harpan okkar komin á bak með bros á vör, já það er gaman að temja krakkar :)
Nú er Harpa farin og undirbýr sig fyrir námið í Búvísindum á Hvanneyri í vetur
Takk fyrir góða og skemmtilega samveru Harpa, nú vantar okkur brandarakelluna í hesthúsið. Svo sjáumst við auðvitað fljóttlega aftur :)
Eins og þeir sem til þekkja vita er Salómon svarti óaðfinnanlegur draumaprins í augum húsfreyjunnar. Salómon gerir aldrei neitt af sér og ef að einhverjum svo mikið sem dettur það í hug að ætla honum eitthvað misjafnt er sá misskilningur leiðréttur umsvifalaust af húsfreyjunni. Salómon bítur ekki en hugsanlega geta einhverjir rekið sig í tennurnar á honum ef að þeir koma of nálægt. Sá misskilningur gengur fjöllunum hærra hér á heimilinu að ef einhver geti stjórnað húsfreyjunni þá sé það Salómon svarti. Salómon stjórnar ekki, hann biður fallega en er meira fyrir það að honum sé hlítt sem fyrst.
Dagleg samskipti ganga oftast vel, það á að vakna áður en vekjaraklukkan byrjar að vekja, morgunmaturinn fyrstur á diskinn hans (kjötbollur með sósu),opna glugga og hurðir eftir þörfum og leyfi til að leggjast á lyklaborði á tölvunni..............................
En í dag sauð uppúr...................................nánar um það síðar.................
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir