04.08.2013 22:08

Rok


Á myndinni er Mummi að teyma Karúnu mína og litla Símon Arionsson uppá kerru en þau fóru í girðingu til hans Ölnirs frá Akranesi,.

Rokið hefur farið frekar illa með okkur hér í Hlíðinni síðustu daga en við vorum bjartsýn og slógum mikið hér heima. Ekki vantaði þurrkinn blástur, sól og blíða. En Adam var ekki lengi í paradís því blásturinn varð að roki sem staðið hefur látlaust í rúma tvo sólarhringa.
Gerðar hafa verið nokkrar tilraunir til að rúlla en útkoman hefur ekki verið góð og einungis tekist að rúlla um 50 rúllur. Mikið af heyi er fokið út í veður og vind en slatti hefur stoppað í skurðum og lægðum.
Nú er bara að skoða veðurspárnar einu sinn enn og vona að verðurfræðingarnir fari að segja satt þar sem verslunarmannahelgin er að líða. 
Um leið og ég skoða spána ætla ég að hlusta á lagið góða ........,,veðurfræðingar ljúga,,

Það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp verslunarmannahelgi með svo fáa gesti á tjaldstæðinu. Reyndar ekki skrítið þar sem vindstigin hafa verið ófá og þeir sem komið hafa flestir verið komnir í heimferðargírinn. Við verðum bara að vona að útileguþörf landans sé ekki búin þetta árið og gestirnir mæti galvaskir næstu helgar.