26.07.2013 23:18
Mannlíf á markaði
Það var um síðustu helgi sem bændur og búalið á sunnanverðu Snæfellsnesi héldu sveitamarkað á Breiðabliki. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá var gaman og létt yfir mannskapnum. Ég giska á að Arnar frændi minn hafi verið að deila skemmtilegri visku svona eftir svipnum á sessunautunum að dæma. Til als líklegur strákurinn.
Þessar eru annálaðar hannyrðakonur og láta sig ekki muna um að mæta með fullt af varningi.
Lóa frænka mín og Inga á Kaldárbakka hressar að vanda.
Og það var líka gaman hjá þessum, Sesselja í Haukatungu og Ólöf á Grund, fyrir aftan grillir svo í Önnu Sesselju á Miðhrauni og Guðnýju í Dalsmynni.
Margt var til skemmtunnar á markaðnum, þarna er Svanur í Dalsmynni að sýna viðstöddum hvernig hann notar hundana sína. Alltaf gaman að sjá til hans með hundana, hæfileiki, reynsla og óbilandi áhugi er góður koktell þegar temja á dýr.
Mikið framboð var af fallegum varningi á markaðnum og óhætt að segja að ekki skorti hugmyndir hér í sveitinni.
Stellupeysurnar eru skemmtilegar og þó svo að ég teljist nú ekki hlutlaus þá voru þær uppáhalds að ógleymdum Lóusokkunum sem alltaf standa fyrir sínu og eiga dygga aðdáendur.
Margir litir og munstur þó svo að hestamunstrið sé vinsælast, rennilás, tölur, hetta eða bara eitthvað annað. Alltaf hægt að panta og reynt að verða við ótrúlegustu sérþörfum :)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir