19.07.2013 22:27
Litla fyrirsætan
Er nú ekki einu sinni friður til að leggja sig eftir matinn ???
Góð teygja er nú góð fyrir kroppinn og eins gott að æfa skrefastærðina strax.
.................og fram og niður er það ekki ,,inn" í dag ??????
Þetta er hún Hjaltalín litla Skútu og Álfarinsdóttir sem stillti sér svona flott upp fyrir myndasmiðinn. Hún dafnar vel og ekki að sjá að veikindi móðurinnar hafi neitt skaðað hana.
Það telst til tíðinda að ná heyi í plast þessa dagana en það tókst þegar ráðist var til atlögu við stráin á Melunum. Rúllurnar þar urðu 152 talsins og allir kátir með það m.v aðstæður og veðráttu. Verð samt að deila því með ykkur hvað það er svekkjandi að rúllufjöldinn standi í ca 160 þegar þær ættu að vera komnar í ca 900 stykki. En bannað að væla og auðvitað verður þetta bara fínnt með mörgum rúllum og vonandi góðum líka.
Tamningar og þjálfun ganga vel enda ,,friður,, fyrir öðrum verkum, svo við höfum verið sex að ríða út að undaförnu. Hrossahópurinn er fjölbreyttur, söluhross, frumtamninga og þjálfunarhross allt í gangi eins og vera ber.
Um að gera að renna við og kanna framboðið ef að þið eruð í hestaleit.
Nokkrir hestaferðahópar hafa verið hér á ferðinni eins og venjulega á þessum tíma og töluvert fleiri eftir að koma þegar líður á sumarið.
Já það er ekki allt neikvætt við rigninguna því nú veiðist alveg ljómandi vel í Hlíðarvatninu.
Veiðimennirnir sem hafa verið hér síðustu viku eru kátir með aflann sem hefur verið með mesta móti.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir