28.06.2013 22:53

Sveitin



Ég veit ekki afhverju ég fer að hugsa um bjórsmökkun þegar ég sé þessa mynd..................... en mikið er nú gott að fá smá saltstein að smakka.

Enn fjölgar í folaldahópnum hér í Hlíðinni, Karún kastaði brúnum hesti undan Arion frá Eystra-Fróðholti í fyrradag og Létt átti rauðblesótta hryssu undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu í gær. Þá eru bara tvær hryssur eftir að kasta þær Skúta og Blika.
Ég sver það myndir eru væntanlegar :)

Annars gengur allt sinn vana gang riðið út, girt og atast í góða veðrinu. Verst hvað tíminn líður á miklum ofsahraða og virðist frekar gefa í ef að eitthvað er.
Heyskapur er handan við hornið og verður vonandi góður fengsæll þetta árið.

Nú styttist í Fjórðungsmótið á Kaldármelum en það hefst í næstu viku og stendur fram á sunnudag. Það eru margar góðar minningar tengdar mótunum þar og alltaf er sérstakur sjarmi við mótin á melunum. Fjöldinn allur af góðum hestum er skráður til leiks svo það verður hægur vandi að finna eitthvað til að gleðja augað. Ekki má svo gleyma því að böllin í kjósinni góðu eru skemmtileg og alveg einstök.  Já þið verðið bara að sjá, prófa og njóta.