26.06.2013 21:04
Flottir Hólakrakkar með meiru.
Síðast liðinn föstudag var brunað norður í Skagafjörð til að vera við útskrift 19 reiðkennara.
Dagskráin hófst með glæsilegri reiðsýningu nemenda síðan var hópnum stillt upp til myndatöku og veðlaunaafhendingar. Virkilega skemmtilegur dagur og mikið voru þetta flottir krakkar sem voru að útskrifast. Innilega til hamingju með áfangann :)
Mér fannst það sérstaklega ánægjulegt að fá að afhenda þessum knapa reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna. Innilega til hamingju með árangurinn Jóhann K Ragnarsson.
Hörður 'Oli og Daníel, Jói og Sleipnir.
Þessir félagar voru kátir með áfangann og ekki hefði nú verið leiðinlegt að ná mynd af Mumma með þeim. En þeir og Mummi hafa brallað margt saman síðan þeir hittust fyrst á Kaldármelum og byrjuðu að keppa. Ef ég man rétt þá náðu þeir nú ekki niður fyrir hnakklöfin þegar þeir byrjuðu að keppa. Spurning um að finna gamlar myndir frá þeim árum ?
Læt þessa mynd fylgja þó svo að hún sé tekin við útskriftina í fyrra af þeim köppum Mumma syni og Helga Eyjólfs ,,fóstursyni,, :)
Ein gömul og góð .................þarna eru þeir ekki orðnir reiðkennarar en þessi mynd er tekin þegar danslistin var stunduð stíft.
Þverslaufur og mittislindar voru aðalmálið og svo náttúrulega stelpurnar.