30.04.2013 20:05
Lífið í sveitinni
Astrid og Auðséð á góðri stundu.
Mér varð svo kalt í dag að ekki kom annað til greina en hafa hlýlegar vormyndir hér á blogginu. Enda styttist nú í að hryssurnar fari að koma í köstunarhólfið svo betra verði að fylgjast með þeim. Þær fyrstu eiga að kasta undir miðja maí en sumar eru bráðlátar og flýta sér svo það er gott að vera við öllu búin.
Já það var sultardropaveður í dag sól og blíða að sjá alveg þangað til maður var komin út.
Birrrr...........
Hrossin voru samt kát með blíðuna og báru sig ekki eins illa og húsfreyjan.
Þessar vinkonur hafa báðar stækkað mikið frá því að þessi mynd var tekin enda komin nokkur ár síðan. Daníela frænka mín og Skríttla eru fyrirtaks fyrirsætur og tóku hlutverkið alvarlega.
Hér er allt að verða klárt fyrir sauðburðinn sem hefst um og uppúr helginni næstu.
Lóan, tjaldurinn og endurnar eru komin í Hlíðina svo nú hlýtur að vera vor handan við næturfrostið. Kærkomnir vorboðar alveg þangað til endurnar fara að fæla undan húsfreyjunni. Nú er bara að bíða eftir hrossagauk, spóa og steklnum málglaða.
Þessa skemmtilegu mynd rakst ég á þegar ég var að renna í gegnum gamlar myndir. Þarna eru þeir bræður Ófeigur og Þorri ungir og sætir, núna eru þeir bara sætir.
Eftir þennan texta kemur ekki mynd...... því hún átti að vera af okkur..............er ekki viss um að textinn passaði.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir