19.04.2013 22:08

Vorið og flottar fyrirsætur


Það kemur ýmislegt í ljós þegar gramsað er í gömlum myndum............eins gott að fyrirsæturnar nái ekki í mig núna. Á myndinni sem notuð var til að auglýsa Stellulopapeysurnar góðu eru Gróa Björg og Mummi með Örlát á milli sín.
Stella prjónar lopapeysur eftir pöntunum, litlar, stórar og allaveganna svo það er bara um að gera að slá á þráðinn ef ykkur vantar peysu.

Takið sérstaklega eftir flottu klippingunni á Mumma :)
Þegar þessar myndatökur fóru fram var mikið hlegið og aldrei að vita nema síðar komi fleiri myndir  af öðrum fyrirsætum. Ég þori ekki að birta fleiri myndir að sinni.

Ég held að vorið sé alveg að koma því þegar ég labbaði heim úr hesthúsinu áðan var komið vorhljóð í Múlann. Nú bíð ég bara eftir að heyra í fuglunum sem hér í Hlíðinni eru ljúfir vorboðar.

Já vorið það er tíminn sem kemur þegar allt er orðið ,,tilbúið,, hjá manni, svona eins og á jólunum. Eða það dreymir mig allavega um en sumir draumar eru fjarlægir og því best að halda bara áfram að láta sig dreyma.
Og þó það var bara nokkuð margt sem var tilbúið fyrir vorið þegar að var gáð. Rollubók, lambamerki, hjálpartæki og áhugi voru klár í fjárhúsunum. Sléttjárn, botnar, sílikon og vorstress klárt í hesthúsinu.  Sauðburðardressið, keppnisgallinn og girðingagallinn, allt klárt í íbúðarhúsinu.
Lítur bara vel út við fyrstu sýn............eða hvað ???
Girðingarnar fara ekki neitt, kartöflurnar spýra, sauðburðarbaksturinn..........hans tími mun koma og silungurinn syndir í vatninu.
Allt samkvæmt áætlun.