05.03.2013 22:18
Vetur
Þessar er miklar vinkonur eftir góða samveru síðustu vikurnar, þetta eru þær Tyra og Sigling.
Nú er Tyra farin aftur til Svíþjóðar eftir að hafa verið hérna hjá okkur í nokkrar vikur.
Við þökkum Tyru fyrir frábæra samveru með bestu óskum um velgengni í skólanum.
Það væri svo sannarlega gaman að fá þig aftur til okkar.
Já síðustu vikur hafa verið skemmtilegar og líflegar í hestamennskunni enda var þá gott veður. Mikið þjálfað og tamið hér í Hlíðinni.
Nú er aftur á móti kominn harður vetur með frosti, kulda og roki. Birrr....
Hún Becky sem er hjá okkur var að óska eftir snjó og vetri þegar hún kom spurning hvort við ættum ekki að semja við hana að vanda valið á þessum óskum sínum :)
Veðrið var þannig í dag að við ákváðum bara að rjúka í það að taka af kindunum. Gott að nota svona veður í það enda ekki pláss fyrir alla að ríða út inni í einu. Það var því slökkt á viftunum og gert svolítið notalegt í fjárhúsunum þannig að kindunum yrði ekki mikið um.
Alltaf nóg að gera í sveitinni.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir