15.12.2012 00:14

Ritstíflan tekin föstum tökum



Sunna litla dóttir Frakks frá Langholti og Léttar frá Hallkelsstaðahlíð að njóta blíðunnar.

Nú er kella risin eftir heldur slæma orustu við barkabólgu og leiðindar ,,kokka,, brettir upp ermar og gerir næstum allllllllttttt:) Og síðast en ekki síst vonar að aftur líði ca 30 ár þangað til næsta pest leggst á húsfreyjuna.  En ekkert væl.......upp með sokkana.

Það er alveg ljóst að ,,eftirlitsiðnaðurinn,, lifir góðu lífi og herjar á marga í þessu þjóðfélgi.
Ég er t.d ein að þeim sem þarf greinilega aukið eftirlit og því gott til þess að vita að góðir menn handan við Breiðafjörðinn hugsa til mín. Það er því eftir ,,tiltal,, frá einum slíkum sem ég gat ekki sofnað róleg í kvöld án þess að smella einhverju inná síðuna.
Bestu kveðjur á Brjánslækinn góða.

Hesthúsið er að fyllast af spennandi unghrossum svo nú eru allir dagar eins og þegar verið er að opna jólapakkana.
Eins gott að jafnréttismálaráðherra sé ekkert að þvælast þar á næstunni því kynja hlutfallið er eins og á feministafundi. Flest kvenkyns og þeim fáu sem eru karlkyns er varla vært fyrir glósum um að þeir ættu nú bara að drífa sig annað.
Stóðhestarnir eru þó undantekning og fá alla þá þjónustu og dekur sem þeim sæmir.
Stutt er síðan við fórum að gefa útigangi en nú er stóðinu gefið í þremur hópum, folaldshryssur, ungdómurinn og almúginn. Allt eftir settum reglum hverju sinni.



Þessi dama var nú heldur betur að standa sig vel í prófunum á Hólum núna í vikunni.
Skilaði þessu vandasama þjálfunarverkefni með glæsibrag og góðum einkunum.
Innilega til hamingju Astrid aldeilis flott hjá þér :)

Mummi átti góða daga í Svíþjóð um daginn þar sem hann var að kenna. Áhugasamir og góðir nemendur sem að hann hittir mjög fljóttlega aftur.

Nóg er atið í sauðfjárræktinni þessa dagana, búið að gefa öllum ormalyf og nú stendur yfir mikið at við að flokka og raða undir hrútana sem hefja störf innan nokkurra daga.
Eftir mikla yfirlegu á hrútaskrá og öðrum rolluvísindum var rokið í það að sæða svolítið.
Fyrri hálfleikur er gengi yfir en sá síðari fyrirhugaður á morgun.
Hrútar sem búið er að nota eru Steri frá Árbæ (ég sá svo flott lömb undan honum hjá Kjartani og Guðrúnu á Dunki). Soffi frá Garði, Gaur frá Bergstöðum, Kjarkur frá Ytri-Skógum og  Kvistur frá Klifmýri. Á morgun verða það svo enn fleiri Steradropar og Knapi frá Hagalandi.
Og ekki má nú gleyma gæluverkefninu henni Pálínu hún var að sjálfsögðu sædd við honum Jóakim frá Bjarnastöðum.
Það eru mörg ár síðan svona fáir fullorðnir hrútar hafa verið hér á bæ en þeim mun fleiri lambhrútar. Nú er bara að vona að allir standi sig eins og til er ætlast þegar á reynir.

Þið megið endilega halda að ég hafi verið svona löt að skrifa þar sem að ég hafi öllu stundum verið að atast í jólaundirbúiningi. Núna gæti t.d verið fullt búr af bakkelsi, Ajaxylmur um allt hús, pakkarnir tilbúnir og frúin að strauja jólakjólinn....................
Já já þetta er næstum því svona en þó finnst mér vanta svolítið uppá ........sko ennþá.
En það er nú svolítið í jólin svo rétt er að taka smá sveiflu í fjárhúsunum og njóta lífsins.