23.11.2012 23:24
Gosi gleður
Þessa mynd fann ég í myndatiltektinni sem nú er í gangi hjá húsfreyjunni.
Þarna eru Mummi og Gosi að keppa, nokkuð einbeittir kapparnir, en fókusinn hjá ljósmyndaranu ekki alveg í lagi. Spurning um að veita þessu myndasmið tiltal?
Og þarna eru þeir í hörðum slag..........á miklu skriði...................
Ég var einmitt að hugsa um hann Gosa þegar ég settist við tölvuna eftir að hafa verið að vinna með afkvæmum hans að undanförnu.
Og ég hugsa sko aldeilis vel til hans Gosa, hann er öðlingur og ekki eru afkvæmin að svíkja.
Yfirvegun og geðprýði eru fyrstu orðin sem koma uppí hugann eftir samskipti við kornung afkvæmi hans. Bara gaman að höndla með svoleiðis tryppi.
Mummi og Astrid að kanna Hlíðarvatnið.
Það var blíða í dag hér í Hlíðinni og engu líkara en það væri að koma sumar.....svona í smá stund. Reyndar er komin himna yfir vatnið svo ekki væri nú gott að taka svona sprett alveg í augnablikinu. En gaman er að rifja upp góða sumardaga og láta sig dreyma um sól og sumar.
Ég er að mana mig uppí að segja ykkur sögu sem þið megið ekki fara lengar með.......
Hún er neyðarlega fyrir húsfreyjuna svo það tekur tíma að safna kjarki til að koma henni hér á ,,blað,, en það kemur að því :) Þið hafið það hjá ykkur:)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir