14.10.2012 22:09
Sunnudags
Mummi og Krapi frá Steinum.
Nú er Mummi floginn til Svíþjóðar þar sem biðu hans heilmörg spennandi reiðkennslu verkefni.
Fyrsta námskeiðið var á sama stað og hann fór á síðast en svo hafa bæst við nýjir staðir.
Bara spennandi tímar hjá honum í Svíaríki.
Síðustu dagar hafa einkennst af ,,típískum,, haustverkum, smala, sækja kindur, draga undan smala hestum og öðru svoleiðis stússi. Þess á milli erum við að sinna skemmtilegum frumtamningatryppum sem eru óðum að breytast í reiðhesta.
Hannyrðir mínar voru ekki af verri endanum um helgina þó svo þær hafi nú oft lyktað betur.
En við réðumst í sláturgerð af miklum móð og gerðum hér í sameiningu u.þ.b þrjátíu slátur.
Svo assskoti myndalegar kellurnar........svona stundum.
Þessi sæta dama varð tveggja ára um helgina og hélt uppá það með okkur í sláturgerðinni.
Hún var svo heppin að fá nokkra góða gesti í veisluna sem samanstóð af rjómatertu af gömlu góðu gerðinni og blóðpönnukökum.
Á myndinni er hún hinsvegar að skála við okkur á réttunum en hún gaf sko ekkert eftir hvað glasavalið snerti í því samkvæmi. Skál í mjólk það er málið í sveitinni.
Á morgun er það svo fundur í Fagráði í hrossarækt, verður bara gaman að hittast og spjalla.
akvjadfjkhgö95786hvh3497
Eftir ,,heimildarmynd,, kvöldsins sem sýnd var á RUV sjónvarpi allra landsmanna hef ég ákveðið af tillitsemi við ykkur að steinþegja. Allavega um sinn.
Ég ákvað í kvöld að kjósa næstkomandi laugardag í þjóðaratkvæðagreiðslunni......skrítið.
Lifið heil.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir