27.09.2012 22:11

Allt að róast........í bili



Nú er allt að róast eftir réttarstússið og tími til að líta við hjá tryppunum og taka stöðuna.
Þessi höfðu það gott og máttu ekkert vera að því að ,,tala,, við mig og stilla sér upp fyrir myndatöku.
Folaldshryssurnar notuðu tækifærið og stungu af langt uppí fjall á meðan við vorum að smala og rétta. Þær fá að vera í frið enn um sinn í fjallinu en koma svo aftur heim þegar haustar meira.
Og nú eru tamningahrossin komin í vinnuna aftur eftir réttarfríðið, þau sem ekki voru farin heim.
Smalahrossin bíða á ,,kanntinum,, eftir næstu verkefnum sem eru á döfinni fljóttlega.

Ég skráði inn nokkur ný söluhross hér á síðuna, sum hafa fengið af sér mynd en önnur eiga það eftir. Bæti svo fleirum við fljóttlega en mörg söluhross eru í þjálfun núna og ný að bætast við.
Það eru mun fleiri hross til sölu hérna hjá okkur en þau sem eru skráð á síðuna.
 Það er bara ljósmyndari búsins sem er ekki að standa sig. (Taktu þig á Sigrún Ólafsdóttir) :):):)

Gaman væri nú að fá ykkur til að ýta á ,,like,, takkann til að deila síðunni enn frekar á fésinu.