25.09.2012 11:01
Réttir 2012 kafli eitt
Daglegt réttarblogg var eitthvað sem ekki gekk upp hjá húsfreyjunni og varð hún að játa sig sigraða í þeim efnum strax í upphafi.
En til að gera langa sögu stutta nema í myndum þá gengu smalamennskur og réttir mjög vel að þessu sinni. Á föstudaginn var samt ansi blautt en við höfðum á að skipa harðsvíruðu liði sem stóð sig með glæsibrag eins og venjulega. Djúpadalsáin var mikil og seinlegt að reka yfir Fossánna en vatnsmagnið þó ekkert í líkingu við það sem var árið 2008.
Á laugardaginn var svo farið í Vörðufellsrétt og fé sótt innað Dunki og Dunkárbakka.
Að vanda var tekin létt réttarsveifla á laugardagskvöldið, rykið dustað af gítarnum og raddböndin strokin. Ungir sem aldnir að sjálfsögðu allir með í fjörinu.
Á sunnudaginn vöknuðu allir sem einn eldhressir og ruku út til að reka inn hér í Hlíðinni.
Vel á annað þúsund fjár var réttað hér heima um 500 ókunnugar kindur keyrðar í Mýrdalsrétt eða sótta af eigendunum. U.þ.b 770 lömb vigtuð og fjörið ekki búið fyrr en um kl 3 aðfaranótt mánudags.
Um hádegið á mánudaginn var svo brunað í Mýrdalsrétt þar sem við fengum rúmlega 30 kindur. Rákum síðan inn lömbin sem sett höfðu verið út um morgininn og tókum síðan á móti ráðunautunum sem komu að líta á hópinn. Hrútar voru stigaðir og gimbrar þukklaðar.
Þetta var samt bara fyrsta skoðun síðar verð gimbrar sónaðar og endalega valið úr hópnum.
Nánar um þetta allt síðar.
Þegar þetta er skrifað eru farin frá okkur 540 lömb sem nú bruna norður til ,,fundar,, við Geirmund á Sauðárkróknum.
Þar sem húsfreyjan er ekki alveg eins fersk eins og æskilegt er til að skrifa eitthvað skynsamlegt kemur hér saga í myndum.
En kæru ættingjar og vinir !
Við hér í Hlíðinni þökkum ykkur kærlega fyrir alla hjálpina, þið eruð okkur hér algjörlega ómetanleg. Fjöldinn allur af fólki sem kemur og hjálpar okkur jafnt við smalamennskur, eldamennsku, tiltekt, akstur og bara allt. Þið eruð frábær. Takk enn og aftur fyrir okkur.
Þessi góði gestur prófaði margt þessa viku sem hann dvaldi hér, klettaklifur, langhlaup, fjárrag og margt fleira. Takk fyrir komuna Iyad það var gaman að fá þig í heimsókn.
Hilmar, Hrannar og Mummi.
Það veitti sko ekkert af því að hafa maraþonhlaupara á okkar snærum þegar kom að því að verja Giljatungurnar. Takk Hilmar.
Hallur og Haukur Skáneyjarbóndi voru hressir að vanda, ómetanlegt að eiga góðan ,,tengdason,, sem er frábær smali ofaná allt hitt.
Hallur, Skúli og Óskar Oddastaðabóndi sem eins og hinir er algjörlega ómissandi inná Djúpadal.
Randi Skáneyjarfrú djúpt sokkin í gestabókina, Mummi og Raganr ræða smalamennskuna.
Dúna, Hrefna Rós og Björg voru í lopapeysufélaginu, Hrannar fékk samt að sitja hjá þeim.
Ingvi Már, Pétur og Hilmar hressir eftir smalafjörið í rigningunni.
Hress og skemmtileg þess,i þau Rebekka, Iyad og Jón yfir Giljatungusmali og skytta.
Hrannar, Mummi og Astrid voru hress í Vörðufellsréttinni eins og venjulega.
Beðið eftir Vörðufellsrétt.
Fullt af fólki..............
Stund milli stríða..............og Pétur á facebook.
Bara brattir kallarnir, Skúli og Sigurður í Hraunholtum.
Frú Þormar Grandkona og Iyad í Vörðufellsrétt.
Dúna, Sirrý og Fríða með ,, bakhjarla,,
Hér sé friður..................amen.
Þetta er að sjálfsögðu ..séra,, Jóngeir, Styrmir er nú sanmt eitthvað efins.
Astrid, Björg, Iyad og Þóra taka smá pásu í Vörðufellsréttinni.
Spekingar spjalla, Sveinbjörn og Sigurður bjarga heiminum..........með bros á vör.
Fjölskyldan á Emmubergi var að sjálfsögðu mætt í réttirnar, með sínu liði.
Þessi var liðtæk enda harðsvíruð sauðburðarkona á ferð..... þarna er Björg í reiðtúr á Flekku.
Bræðurnir og fyrrverandi Skógarstrandarbændur Sigurður og Hjalti Oddssynir.
Frænkurnar Gréta Hallsdóttir og Dúna voru hressar að vanda enda hafa þær oft smalað saman.
Dömurnar úr miðsveitinni vor mættar, Guðrún Sara, Helga og Þóra.
Elín, Sigurður, Jóel og Hjalti................gaman væri nú að hafa þau öll aftur ábúendur á Skógarströndinni...............
Það eru á fleiri stöðum en Kútter Haraldi sem kallarnir eru kátir.
Sigúrður, Sigurður og Hjalti.
Pétur kann vel að meta huggulegt prjónles en þessir slógu öll met, kaldir bjórputtar eru úr sögunni.
Frændur hittust í réttunum, Magnús á Álftá og Raganr spjalla samna á réttarveggnum.
Og fleiri bættust í hópinn, Þorkell á Mel, Magnús, Ragnar og Sveinbjörn.
Þessir sjarmar og ofursmalar voru á hinum réttarveggnum.......yngri deildin sko.
Aron Frey og Sigurður.
Daniela sparifrænka mín að knúsast með mömmu sinni, takið eftir sérhönnuðu Salómonspeysunni hennar.
Jón Zimsen Leitisbóndi, Ragnar og Lárus í Haukatungu ræða málin.
En til að gera langa sögu stutta nema í myndum þá gengu smalamennskur og réttir mjög vel að þessu sinni. Á föstudaginn var samt ansi blautt en við höfðum á að skipa harðsvíruðu liði sem stóð sig með glæsibrag eins og venjulega. Djúpadalsáin var mikil og seinlegt að reka yfir Fossánna en vatnsmagnið þó ekkert í líkingu við það sem var árið 2008.
Á laugardaginn var svo farið í Vörðufellsrétt og fé sótt innað Dunki og Dunkárbakka.
Að vanda var tekin létt réttarsveifla á laugardagskvöldið, rykið dustað af gítarnum og raddböndin strokin. Ungir sem aldnir að sjálfsögðu allir með í fjörinu.
Á sunnudaginn vöknuðu allir sem einn eldhressir og ruku út til að reka inn hér í Hlíðinni.
Vel á annað þúsund fjár var réttað hér heima um 500 ókunnugar kindur keyrðar í Mýrdalsrétt eða sótta af eigendunum. U.þ.b 770 lömb vigtuð og fjörið ekki búið fyrr en um kl 3 aðfaranótt mánudags.
Um hádegið á mánudaginn var svo brunað í Mýrdalsrétt þar sem við fengum rúmlega 30 kindur. Rákum síðan inn lömbin sem sett höfðu verið út um morgininn og tókum síðan á móti ráðunautunum sem komu að líta á hópinn. Hrútar voru stigaðir og gimbrar þukklaðar.
Þetta var samt bara fyrsta skoðun síðar verð gimbrar sónaðar og endalega valið úr hópnum.
Nánar um þetta allt síðar.
Þegar þetta er skrifað eru farin frá okkur 540 lömb sem nú bruna norður til ,,fundar,, við Geirmund á Sauðárkróknum.
Þar sem húsfreyjan er ekki alveg eins fersk eins og æskilegt er til að skrifa eitthvað skynsamlegt kemur hér saga í myndum.
En kæru ættingjar og vinir !
Við hér í Hlíðinni þökkum ykkur kærlega fyrir alla hjálpina, þið eruð okkur hér algjörlega ómetanleg. Fjöldinn allur af fólki sem kemur og hjálpar okkur jafnt við smalamennskur, eldamennsku, tiltekt, akstur og bara allt. Þið eruð frábær. Takk enn og aftur fyrir okkur.
Þessi góði gestur prófaði margt þessa viku sem hann dvaldi hér, klettaklifur, langhlaup, fjárrag og margt fleira. Takk fyrir komuna Iyad það var gaman að fá þig í heimsókn.
Hilmar, Hrannar og Mummi.
Það veitti sko ekkert af því að hafa maraþonhlaupara á okkar snærum þegar kom að því að verja Giljatungurnar. Takk Hilmar.
Hallur og Haukur Skáneyjarbóndi voru hressir að vanda, ómetanlegt að eiga góðan ,,tengdason,, sem er frábær smali ofaná allt hitt.
Hallur, Skúli og Óskar Oddastaðabóndi sem eins og hinir er algjörlega ómissandi inná Djúpadal.
Randi Skáneyjarfrú djúpt sokkin í gestabókina, Mummi og Raganr ræða smalamennskuna.
Dúna, Hrefna Rós og Björg voru í lopapeysufélaginu, Hrannar fékk samt að sitja hjá þeim.
Ingvi Már, Pétur og Hilmar hressir eftir smalafjörið í rigningunni.
Hress og skemmtileg þess,i þau Rebekka, Iyad og Jón yfir Giljatungusmali og skytta.
Hrannar, Mummi og Astrid voru hress í Vörðufellsréttinni eins og venjulega.
Beðið eftir Vörðufellsrétt.
Fullt af fólki..............
Stund milli stríða..............og Pétur á facebook.
Bara brattir kallarnir, Skúli og Sigurður í Hraunholtum.
Frú Þormar Grandkona og Iyad í Vörðufellsrétt.
Dúna, Sirrý og Fríða með ,, bakhjarla,,
Hér sé friður..................amen.
Þetta er að sjálfsögðu ..séra,, Jóngeir, Styrmir er nú sanmt eitthvað efins.
Astrid, Björg, Iyad og Þóra taka smá pásu í Vörðufellsréttinni.
Spekingar spjalla, Sveinbjörn og Sigurður bjarga heiminum..........með bros á vör.
Fjölskyldan á Emmubergi var að sjálfsögðu mætt í réttirnar, með sínu liði.
Þessi var liðtæk enda harðsvíruð sauðburðarkona á ferð..... þarna er Björg í reiðtúr á Flekku.
Bræðurnir og fyrrverandi Skógarstrandarbændur Sigurður og Hjalti Oddssynir.
Frænkurnar Gréta Hallsdóttir og Dúna voru hressar að vanda enda hafa þær oft smalað saman.
Dömurnar úr miðsveitinni vor mættar, Guðrún Sara, Helga og Þóra.
Elín, Sigurður, Jóel og Hjalti................gaman væri nú að hafa þau öll aftur ábúendur á Skógarströndinni...............
Það eru á fleiri stöðum en Kútter Haraldi sem kallarnir eru kátir.
Sigúrður, Sigurður og Hjalti.
Pétur kann vel að meta huggulegt prjónles en þessir slógu öll met, kaldir bjórputtar eru úr sögunni.
Frændur hittust í réttunum, Magnús á Álftá og Raganr spjalla samna á réttarveggnum.
Og fleiri bættust í hópinn, Þorkell á Mel, Magnús, Ragnar og Sveinbjörn.
Þessir sjarmar og ofursmalar voru á hinum réttarveggnum.......yngri deildin sko.
Aron Frey og Sigurður.
Daniela sparifrænka mín að knúsast með mömmu sinni, takið eftir sérhönnuðu Salómonspeysunni hennar.
Jón Zimsen Leitisbóndi, Ragnar og Lárus í Haukatungu ræða málin.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir