19.09.2012 22:26

Fyrsti í smalamennsku



Nú er fjörið byrjað og enn er veðrið fallegt og gott hér í Hlíðinni.

Við fórum og smöluðum inní hlíð og útá hlið eins og við köllum það í dag.
Smalamennskan gekk vel og það er gaman að segja frá því að með okkur voru tveir góðir smalar sem voru að smala í fyrsta sinn á ævinni. Annar smalinn var frá Þýskalandi en hinn frá Ameríku, bara gaman að því og vonandi verður jafn gaman næstu daga.
Í kvöld voru það svo norðurljósin sem heilluðu, já og heilluðu með stórum staf.  Við sem sjáum norðurjósin oft erum greinilega ekki að gera okkur grein fyrir því hvað þetta er merkilegt fyrirbæri.
Þegar þetta er skrifað standa þessir erlendu gestir og stara til himins og dást að ljósunum.
Það er ríkidæmi að ,,eiga,, norðurljós.




Þessi mynd var tekin rétt fyrir sólarlagið en þarna er Mummi að smala Steinholtið.

Á morgun er það svo smalamennska uppá Múla og Oddastöðum.

Vonandi viðrar til myndatöku á morgun :)