27.08.2012 00:37
Fjórir fimm og sex
Já Löngufjörur eru engu líkar og ekkert jafnast á við hestaferð í góðra vina hópi.
Við riðum frá Tröðum á fjórða degi hestaferðarinnar og að Hömluholti, veðrið var gott fyrir utan smá strekking sem að skaðaði engan. Við fengum enn fleiri skemmtilega samferðamenn sem gerðu daginn bara skemmtilegri. Á fimmtadegi var riðið frá Hömluholti að Kolbeinsstöðum og á þeim sjötta þ.e.a.s núna í dag var riðið frá Kolbeinsstöðum og hingað heim. Aldrei að vita hvað gerist svo...........
Þórdís okkar Anna kom brunandi alla leið frá Hólum til að ríða með okkur og að öllum góðum ólöstuðum þá gladdi það okkur alveg sérstaklega. Alltaf svo gaman að fá Dísuna sína í heimsókn. Sjáið þið bara hvað yfirtrússinn varð ánægður að sjá hana.
Sæunn kom líka og tók góðan spöl með okkur en verður að hafa hann lengri næst, þarna er frúin að uppfræða Skúla og Proffi minn hlustar af athygli á boðskapinn.
Þessar skvísur lögðu á Arðssynina Vörð og Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð þegar við riðum frá Tröðum. Þær ,,klæddu,, þá bara ansi vel stelpurnar verst að eiga ekki myndir af þeim á fjörunni.
Þetta er nú afar sjaldgæf sjón en þarna er húsfreyjan í símanum...........og takið eftir kella bara komin á snúruna í miðri hestaferð..........
Þessi mynd er tekin í réttinni á Stakkhamarsnesinu, Björg, Hrannar, Skúli, Arnar, Jón Bjarni og Anna Dóra.
Þessi tvö Astrid og Baltasar brostu hringinn og voru voða ánægð með hvort annað.
Þarna er Björg með gripinn sinn Leistur frá Hallkelsstaðahlíð, voða sæta saman finnst ykkur ekki?
Þessar tvær eru vígalegar á ,,Svennabar,, en það er pallinn á trússbílnum sem geymir allt frá járningasteðja til glæsilegustu veitinga.
Þetta var frábær ferð sem heppnaðist með allra besta móti þökk sé fólkinu, hestunum og veðurguðinum sem stóð sig nokkuð vel þó að lognið færi nú full hratt bæði í gær og í dag,
Fleiri myndir koma á næstu dögum en þær skipta hundruðum eftir ferðina.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir