26.06.2012 23:00
Dagur tvö á LM
Þá er dagur tvö á landsmóti að kvöldi kominn, allir sólbrenndir og sællegir úr brekkunni.
Dagurinn í gær var bara góður, Mummi og Gosi kepptu en söknuðu þess sárlega að í sérstakri forkeppni sem keppt er í á landsmóti er hvorki riðið fet eða stökk eins og í úrtökunni og milliriðlum. En kallarnir eru kátir og skemmtu sér ljómandi vel eins og svo mikilvægt er þegar um samskipti manns og hests er að ræða.
Við brunuðum í Hlíðina og tókum á móti góðum gestum frá Svíþjóð en þar voru á ferðinni áhugasamir hesteigendur og ræktendur. Sérstaklega var gaman að fá eigandann af henni Glotthildi ,,okkar,, í heimsók.
Takk fyrir komuna Helen og vinir það var gaman að fá ykkur í heimsókn.
Á landsmóti hittir maður svo marga og sérlega gaman er að hitta þá sem eru langt að komnir.
Ansu, Stine, Julie, Louise og allir hinir :)
Það var veisla á keppnisbrautinni í dag og nærri því óteljandi hestarnir sem mér fannst flottir.
Ætla samt að taka nokkra og nefna hér sem heilluðu mig. Fláki frá Blesastöðum og Þórður heilluðu mig algjörlega, frábær gæðingur sýndur af mikilli snild. Einfaldlega frábærir saman.
Það var gaman til þess að hugsa að heima væri nýfædd hryssa undan gæðingnum Frakki frá Langholti þegar hann og Atli Guðmundsson höfðu lokið keppni í dag. Glæsiparið Óttar frá Hvítárholti og Sússana Ólafsdóttir áttu góðan dag og uppskáru eftir því.
Loki frá Selfossi heillaði mest í b flokki gæðinga og flottu félagarnir Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon, það er svo gaman saman hjá þeim köppunum.
Af stóðhestunum í kynbótabrautinni var það Arion frá Eystra-Fróðholti sem heillaði mig mest en margir voru þeir samt flottir. Hryssurnar sá ég ekki en bíð spennt eftir því að sjá til þeirra síðar á mótinu. Veit samt að frændi minn Magnús Gunnlaugsson í Miðfelli er kátur með hestagullið sitt sem er komin með 9,5 fyrir tölt 4 vetra gömul.
Já það er hægt að vera dauðuppgefin við að horfa á hross en fátt er nú skemmtilegar skal ég segja ykkur.
Úr Hlíðinni er það að frétta að Skúta hans Mumma eignaðist brúnan hest í dag undan Sparisjóði mínum frá Hallkelsstaðahlíð. Hlýtur að verða kosta gripur eða hvað?
Dynjandi litli Dyns og Rákarson lenti í lífsháska en með snarræði tókst að bjarga gripnum og er voandi að honum hafi ekki orðið neitt um herlegheitin.
Á morgun er nýr dagur með þéttri dagskrá og ýmsum uppákomum bara spennandi.
Dagurinn í gær var bara góður, Mummi og Gosi kepptu en söknuðu þess sárlega að í sérstakri forkeppni sem keppt er í á landsmóti er hvorki riðið fet eða stökk eins og í úrtökunni og milliriðlum. En kallarnir eru kátir og skemmtu sér ljómandi vel eins og svo mikilvægt er þegar um samskipti manns og hests er að ræða.
Við brunuðum í Hlíðina og tókum á móti góðum gestum frá Svíþjóð en þar voru á ferðinni áhugasamir hesteigendur og ræktendur. Sérstaklega var gaman að fá eigandann af henni Glotthildi ,,okkar,, í heimsók.
Takk fyrir komuna Helen og vinir það var gaman að fá ykkur í heimsókn.
Á landsmóti hittir maður svo marga og sérlega gaman er að hitta þá sem eru langt að komnir.
Ansu, Stine, Julie, Louise og allir hinir :)
Það var veisla á keppnisbrautinni í dag og nærri því óteljandi hestarnir sem mér fannst flottir.
Ætla samt að taka nokkra og nefna hér sem heilluðu mig. Fláki frá Blesastöðum og Þórður heilluðu mig algjörlega, frábær gæðingur sýndur af mikilli snild. Einfaldlega frábærir saman.
Það var gaman til þess að hugsa að heima væri nýfædd hryssa undan gæðingnum Frakki frá Langholti þegar hann og Atli Guðmundsson höfðu lokið keppni í dag. Glæsiparið Óttar frá Hvítárholti og Sússana Ólafsdóttir áttu góðan dag og uppskáru eftir því.
Loki frá Selfossi heillaði mest í b flokki gæðinga og flottu félagarnir Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon, það er svo gaman saman hjá þeim köppunum.
Af stóðhestunum í kynbótabrautinni var það Arion frá Eystra-Fróðholti sem heillaði mig mest en margir voru þeir samt flottir. Hryssurnar sá ég ekki en bíð spennt eftir því að sjá til þeirra síðar á mótinu. Veit samt að frændi minn Magnús Gunnlaugsson í Miðfelli er kátur með hestagullið sitt sem er komin með 9,5 fyrir tölt 4 vetra gömul.
Já það er hægt að vera dauðuppgefin við að horfa á hross en fátt er nú skemmtilegar skal ég segja ykkur.
Úr Hlíðinni er það að frétta að Skúta hans Mumma eignaðist brúnan hest í dag undan Sparisjóði mínum frá Hallkelsstaðahlíð. Hlýtur að verða kosta gripur eða hvað?
Dynjandi litli Dyns og Rákarson lenti í lífsháska en með snarræði tókst að bjarga gripnum og er voandi að honum hafi ekki orðið neitt um herlegheitin.
Á morgun er nýr dagur með þéttri dagskrá og ýmsum uppákomum bara spennandi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir