21.06.2012 18:53

Af fákum, fírum og fjöri



Þetta er Kátur frá Hallkelsstaðahlíð þriggja vetra stóðhestur.
Faðir Káts er Auður frá Lundum og  móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.
Kátur er geðgóður og hreyfingafallegur foli sem okkur hlakkar til að temja í haust.



Þarna eru félagarnir Krapi og Mummi, mér sýnist að þeim finnist bara gaman að þessu.



Gosi frá Lambastöðum og Mummi gerðu góða ferð í Borgarnes og tryggðu sér farseðil á Landsmót í Reykjavík.
Núna eru fjórar hryssur í tamningu hjá okkur undan kappanum og þær eru bráð skemmtilegar bæði hvað ganglag og geðslag varðar svo ekki sé nú talað um prúðleikan.




Um síðustu helgi var Hestaþing Glaðs í Búðardal haldið en það er opin gæðingakeppni sem er árviss viðburður og hefur verði lengi.
Mummi keppti á þremur hestum í B flokki gæðinga og töltkeppninni.

Gosi og Sparisjóður fóru beint inní a úrslit og Krapi bættist við eftir b úrslitin.

Í úrslitunum smelltum við Skúli okkur svo í hnakkinn svo að þetta var orðin nokkurskonar þjóðhátíðarfjölskyldureið. Það vantaði bara einn hest í viðbót handa Astrid en hún sá um að taka myndir í staðinn.
Gosi fékk 8,37 í einkunn, Sparisjóður 8,32 og Krapi endaði í 8,13 en hafði áður fengið 8,37 í b úrslitunum. Það var svo hin síungi Ámundi Sig sem vann b flokkinn á gæðingnum Elvu frá Miklagarði. Nánar um mótið á heimasíðu Glaðs.
Þetta var bara gaman því á síðustu árum hef ég gert meira af því að dæma aðra bæði í gæðinga og íþróttakeppnum en keppa sjálf.
Góður þjóhátíðardagur þetta.



Þarna er Astrid með nokkrum vinum sínum sem voru í slökun í blíðunni.
Þetta eru Nótt og Birta frá Lambastöðum og Vörður minn frá Hallkelsstaðahlíð.

Rák kastaði í síðustu viku rauðum hesti undan Dyni frá Hvammi, hann hefur hlotið nafnið Dynjandi. Það var svo í gær að Létt kastaði rauðri hryssu undan Frakk frá Langholti, hún hefur hlotið nafnið Sunna. Þá er staðan jöfn hvað varðar kynjaskiptingu tvær hryssur og tveir hestar.

Baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur hjá húsfreyjunni hér á bæ en þá brunuðu nokkrar kellur með hryssur undir Blæ frá Torfunesi. Blær er núna á Þingeyrum svo þetta var fínasti bíltúr. Ég fór með Kolskör mína og litlu Kolrúnu, Sæunn á Steinum fór með Vorbrá sína og Dóra á Lambastöðum fór með Klöru sína. Og þar sem við kellurnar áttum allar hesta sem við hér í Hlíðinni vorum að keppa á um síðustu helgi var ekki úr vegi að hafa eina með svona til að skakka leikinn ef að samkeppnin færi úr böndunum. Hún Dúddý sá um að allt færi vel fram í ferðinni. Takk fyrir skemmtilegt kvöld dömur mínar, þetta verður nú endurtekið.

Hér í Hlíðinni voru geltir fimm folar í dag allt gekk vel og nú eru þessar elskur að jafna sig eftir þessa óumbeðnu ,,herraklippingu,,

Ég brá mér til Egilsstaða að dæma úrtökumót Hestamannafélagsins Freyfaxa fyrir stuttu.
Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir til að dæma og ekki skemmir fyrir þegar flottir gæðingar mæta til keppni.

Framundan er Landsmót með allri sinni dýrð og hestaveislu en fyrst er það ættarmót hjá afkomendum þeirra Magnúsar og Sigríðar Herdísar Hlíðarhjóna sem haldið verður í Laugargerði um helgina.