13.06.2012 12:52
Sjaldséðin fína
Þetta er hún Sjaldséð mín frá Magnússkógum sem fór í 1 verðlaun á Miðfossum síðast liðinn mánudag. Sjaldséð er undan Baugi frá Víðinesi og Venus frá Magnússkógum.
Það var snillingurinn hann Þórður Þorgeirsson sem sýndi hryssuna fyrir okkur í dómnum.
Mummi hefur tamið og þjálfað Sjaldséð en Þórður prófaði hryssuna einu sinni í fyrra vetur og síðan aftur fyrir stuttu síðan.
Við erum ljómandi ánægð með hryssuna bæði tamningu, þjálfun og sýningu.
Það er gaman að segja frá því að þegar móðir Sjaldséðar hún Venus fór heim úr tamningu frá okkur falaði ég hjá eigendum hennar að fá að halda Venus einu sinni. Baugur frá Víðinesi var í Hólslandi svo að þangað var brunað með hryssuna. Við höfum kynnst mörgun hrossum af Magnússkógakyni og líkað vel, þau eru sjálfstæð en elskulegir höfðingjar. Nú er bara að vona að Sjaldséð fari í framtíðinni í tölur í líkingu við móðursystur sína hana Gjöf frá Magnússkógum sem hlaut 8,76 fyrir hæfileika og 8,55 í aðaleinkun.
Maður má nú láta sig dreyma.
Og þarna er brunað..........
Eins og þið hafið séð þá hef ég verið ódugleg við að setja inn efni en nóg er til og vonandi kemur það fljóttlega inná síðuna.
Og mikið er myndasafnið sem bíður birtingar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir