01.06.2012 00:44
Smá fréttir
Þessari mætti ég útá vegi í gær og smellti einni mynd af því sem ég sá út um bílgluggann.
Sjaldséð mín bara nokkuð sæt með bleika nebbann sinn og eitthvað var mjög áhugavert sem hún sá útá túni.
Yndislegt veður en of heitt fyrir minn smekk ef maður er eitthvað að puða en golan bjargar málunum. Sól og blíða á daginn, náttfall og blíða á nóttunni.......hvenær á maður að tíma að sofa á þessum árstíma???
Á sunnudaginn var borið á þau tún sem við heyjum á öðrum jörðum og komum til með að byrja að heyja á. Hér heima verður að bíða þess að féð fari allt uppí fjall sem verður fljóttlega.
Rúmlega 30 kindur eru enn eftir að bera og biðin að verða svolítið þreytandi, nú er kominn sá tími að allt fé á að fara út og uppí fjall sem fyrst. Ég var að hugsa það í dag að líklega er ég búin að marka hátt í 2000 eyru á síðustu dögum. En allt tekur þetta enda og það fyrr en varir.
Folaldshryssurnar eru enn afar rólegar og ekkert bólar á öðrum folöldum en það breytist vonandi fljóttlega. Eins gott að þær verði kastaðar áður en þeirra tími kemur hjá stóðhestunum sem við eigum pláss undir.
Fullt af myndum bíður þess að mér auðnist tími til að setja þær hér inn en þær munu koma:)
Hestafréttir með kynbótaívafi koma við fyrsta tækifæri.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir