23.05.2012 11:30

Kolrún frá Hallkelsstaðahlíð



Loksins..............er fyrsta hryssan köstuð og það er hún Kolskör mín sem átti brúna hryssu undan Arði frá Brautarholti. Kolskör kastaði þann 21 maí s.l.
Hryssan hefur hlotið nafnið Kolrún, já ég sagði Kolrún ekki Kolbrún.
Upplagt að nefna í höfuðið á mömmunni og ömmunni.
Fleiri hryssur eru komnar að köstun svo að nýjar folaldafréttir verða vonandi hér á næstunni.
Ég vex aldrei uppúr því að kætast og hressast þegar ég fæ folöld og bíð alltaf jafn spennt eftir því og rík af stað til að skoða.



Megas taldi það allra meina bót að smæla framan í heiminn en litla Kolrún mín ákvað að best væri að ulla framan í heiminn.



Og svo tökum við smá knússssssssssss.

Að öðru........ sauðburðurinn gengur bara nokkuð vel og nú er létt yfir kellu sem markar út af miklum móð og horfir á græna grasið spretta. Rigning á nóttunni og sól á daginn gleður bóndans hjarta svo að maður tali nú ekki um að fá svartbotnótta þríleminga af stæðstu gerð.
Á þessum árstíma er gaman að vaka í góðu veðri en mikið væri nú gott að geta safnað sér svefni í annan tíma.