20.04.2012 20:17

Skeifukeppnin 2012



Árleg skeifukeppni fór fram á Miðfossum í gær og lauk með miklu kaffisamsæti á Hvanneyri.
Þessi mynd er tekin við það tækifæri en þarna eru reiðkennarar Landbúnaðarháskólans þau Randi Holaker og Haukur Bjarnason á Skáney að taka við þakklætisvotti frá nemendum skólans. Það var hann Einar fulltrúi nemenda sem að afhennti þeim blóminn.
Það var ekki létt verk fyrir þau að taka við kennslunni af meistaranum Reyni Aðalsteinssyni sem lést fyrr á þessu ári. Ég hef tekið þátt í dómstörfum á skeifukeppni um árabil og saknaði þess samstarfs sem ég hef átt við Reynir á þeim vettvangi svo og samstarfi við hann varðandi Félag tamningamanna. Eflaust hefur Reynir fylgst með öllu sem fram fór á Miðfossum þennan dag og mikið má hann vera ánægðum með sitt fólk sem kom að því að gera þennan dag svona ánægjulegan. Gunnar sonur hans stjórnaði dagskránni, Jónína eiginkona hans sá um að kaffisamsætið var glæsilegt og aðrir fjölskyldumeðlimir hjálpuðu til við að gera daginn eftirmynnilegan og í anda Reynis.
Minning Reynis lifir og er okkur öllum kvattning í hestamennskunni.
Nemendurnir báru þeim Hauki og Randi góðan vitnisburð og var gaman að sjá hversu mikill metnaður var lagður í þau atriði sem fram komu.
Góðir reiðkennarar sem leggja alúð og mettnað í að leiðbeina nemendum sínum.



Þessar dömur áttu góðan dag og hirtu verðlaunin góðu.



Svala Guðmundsdóttir (Guðmundar Sveinssonar Guðmundssonar) frá Sauðárkróki sópaði til sín verðlaunum. Góður reiðmaður sem á framtíðina fyrir sér og mikið hlýtur nú afi að vera stoltur af stelpunni.
Á þessari mynd er hún með kærastanum Guðmundi Ólafssyni. Guðmundur átti skemmtilega sýningu í keppninni um Reynisbikarinn en þar keppni hann á gæðingsefninu Gusti frá Lundum. Gustur er undan gæðingnum Auði frá Lundum og Lipurtá frá Lundum.



Félag tamningamanna veitir verðlaun þeim sem þykir skara fram úr fyrir ásetu og reiðmennsku í skeifukeppninni. Hart var barist þetta árið og voru einungis brot sem að skildu að þau tvö sem efst stóðu en Svala sigraði og var sannarlega vel að því komin.



Þeir fjölmörgu sem stundað hafa nám í reiðmanninum voru verðlaunaðir við sama tækifæri.
Þarna eru þrír Borgfirðingar að taka á móti sínum verðlaunum, Guðmundur á Sámstöðum, Sigurður Oddur á Oddsstöðum og Bergur í Eskiholti.
Það var kennarinn Heimir Gunnarsson sem veitti þeim viðurkenningarnar.

Skemmtilegur dagur, góðir hestar og flottir knapar, svona eiga dagar að vera.