15.04.2012 22:05
Smá sýnishorn
Það var sumar í Hlíðinni þennan daginn sem að bæði mönnum og skepnum líkaði vel.
Stóðið flatmagaði en varði þó drjúgum tíma í að kanna hvort grænu stráunum færi ekki ört fjölgandi.
Rúllurnar verða óspennandi í þeirra huga um leið og grænar nálar fara að gæjast upp úr jörðinni.
Eins og vera ber á þessum tíma er líflegt í hesthúsinu og vinnudagarnir langir í þeim geira.
Erfitt er að gera uppá milli og velja fyrirmyndarhesta þessa dagana en í dag var það örugglega hann Krapi sem hafið vinninginn.
Það styttist ,,óhugnarlega,, í sauðburð og listinn sem heldur utan um verkefnin sem eiga að vera búin fyrir hann er eins og ofvaxinn bandormur. En þar sem ég bæði vona og trúi að vorið verði frábært þá er þetta allt í fínu lagi.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir