27.12.2011 21:45
Jóla jóla
Get nú ekki sagt að ég elski þessi bönd nema þegar við erum að reka allavega ekki þegar myndatökur eru annarsvegar.
Ég smellti þessum þegar ég var á ferðinni með myndavélina í bílnum en var svo skömmuð þegar öll ,,fína,, girðingin kom með á myndirnar:( En þar sem að ég á hestinn og þónokkuð í knapanum líka þá lét ég bara myndina vaða hér inn og biðst bara afsökunar á girðingunni.
.........svo maður tali nú ekki um staurana líka........þurfa alltaf að þvælast fyrir..........
Jólin voru einkar notaleg með tilheyrandi ofáti og rólegheitum sem að ég taldi mér trú um að við ættum inni. Bara til að gefa ykkur innsýn í dæmið þá er hér smá sýnishorn af matseðlinum....... Þorláksmessa guðdómleg skata með alvöru bragði, heimareykt hrossabjúgu um kvöldið, Svínki litli var einstaklega góður á aðfangadagskvöld og tilheyrði afgöngunum til dagsins í dag. Úrvals hangikjöt á jóladaginn sem endaði svo eins og Svíkni afgangar með ýmsu góðgæti. Til að seðja svo hungrið á milli var það bakkelsi og konfekt.
Já á svona dögum er eins gott að hafa á áttundahundrað ,,kostgangara,, í útihúsunum sem að þurfa sitt bæði kvölds og morgna þannig að trimmið er þó nokkuð.
Nú eru það ýsa og grjónagrautur sem efst eru á óskalistanum næstu daga.
Á annan dag jóla fór Mummi út til Danmerkur, þegar hann fór héðan varð að moka hann út í orðsins fyllstu merkingu. Afleggjarinn var alveg ófær og Heydalsvegurinn hálf leiðinlegur.
Allt hafðist það samt og núna spókar hann sig í danaveldi í 10 stiga hita og huggulegheitum.
Þetta er alveg orðið gott af snjó hér í Hlíðinni og mikið væri ég fegin ef að hann gæti allavega verið kyrr nú eða bráðnað í rólegheitunum. En reiðfærið er gott svona þegar búið er að moka og þjappa snjóinn, verður maður ekki að vera svolítið jákvæður??
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir