24.12.2011 12:27
Jólakveðja úr Hlíðinni.
Kæru vinir !
Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegra jóla með bestu óskum um farsæld og frið á nýju ári.
Hér hefur jólaundirbúningurinn verið hefðbundinn þ.e.a.s byrjað með miklu ati í fjárhúsunum. ,,Hann,, hefur ekki verið sauðfjárbóndi sá sem að skipulagið jólin, að smella þessu svona saman. Smá grín....... Við sæddum 55 ær þann 15 desember og síðan fóru allir hrútarnir hver í sína kró þann 18 desember. Segi ykkur seinn hvaða hrúta við notuðum en get þó sagt ykkur að 10 ær voru sæddar við þeim allra vinsælasta Grábotna frá Vogum 2.
Nú ríkir friður og ró í fjárhúsunum og verður það vonandi fram yfir áramót svo að tilhugalífið nái að blómstra sem best.
Nokkuð af aðkomu tamningahrossunum fór til síns heima fyrir jól en allt fyllist svo strax í byrjun janúar. Allt gengur vel í hesthúsinu og mörg spennandi hross eru komin á járn.
Astrid kom í jólafrí frá Hólum þann 16 des en er nú flogin heim til Danmerkur þar sem hún nýtur jólagleðinnar með fjölskyldunni.
Þegar þetta er skrifað er brostinn á öskubylur og sér ekki á milli húsa, það verður vonandi breytt þegar líður á daginn. En í kvöld borðum við saman heill hópur af báðum bæjum því ,,efra,, og héðan úr ,,neðra,,
Hafið það sem allra best með bestu jólakveðjum héðan úr Hlíðinni.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir