16.12.2011 23:44
Jóla hvað?
Ég brunaði af stað snemma í morgun suður til Reykjavíkur á fund hjá Fagráði í hrossarækt.
Í Fagráðinu sitja auk mín Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu, Guðlaugur Antonsson, Hvanneyri, Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum, Ísleifur Jónasson, Kálfholti, Víkingur Gunnarsson, Hólum, Gísli Gíslason, Þúfum og Sigurbjartur Pálsson, Þykkvabæ.
Eins og stundum áður er desemberfundurinn yfirhlaðinn af erindum og því fundurinn sannkallaður maraþonfundur. Mörg merkilega mál voru tekin fyrir og ýmsar breytingar gerðar svo að ég hvet ykkur til að fylgjast með þegar fundargerðin kemur inná www.bondi.is
Á morgun er það svo fyrirlestur sem að FT stendur fyrir með afreksknöpunum Jóhanni R Skúlasyni og Rúnu Einars. Fyrirlesturinn verður í Harðarbóli, Mosfelsbæ og hefst kl 18.00
Nánar um þann atburð hér á www.eidfaxi.is undir ,,hvatning frá Sigga Sæm,, og á síðunni www.tamningamenn.is Nú verða allir að drífa sig og mæta til að hlusta á hvað þau hafa að segja okkur varðandi sínar þjálfunaraðferðir og fleira.
Framundan hér í Hlíðinni er það jólabakstur, jólakort, jólapakkar, jólaís og auðvitað sjálfur jólakötturinn. Að ógleymdum öllum jólahrútunum sem að hefja skyldustörf á næstu dögum.
Til að toppa allt þetta jóla verður valinn sérstakur jólahestur til að fara jólareiðtúrinn á þegar allt annað er í höfn. Hvenær sem það nú verður ?
Í Fagráðinu sitja auk mín Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu, Guðlaugur Antonsson, Hvanneyri, Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum, Ísleifur Jónasson, Kálfholti, Víkingur Gunnarsson, Hólum, Gísli Gíslason, Þúfum og Sigurbjartur Pálsson, Þykkvabæ.
Eins og stundum áður er desemberfundurinn yfirhlaðinn af erindum og því fundurinn sannkallaður maraþonfundur. Mörg merkilega mál voru tekin fyrir og ýmsar breytingar gerðar svo að ég hvet ykkur til að fylgjast með þegar fundargerðin kemur inná www.bondi.is
Á morgun er það svo fyrirlestur sem að FT stendur fyrir með afreksknöpunum Jóhanni R Skúlasyni og Rúnu Einars. Fyrirlesturinn verður í Harðarbóli, Mosfelsbæ og hefst kl 18.00
Nánar um þann atburð hér á www.eidfaxi.is undir ,,hvatning frá Sigga Sæm,, og á síðunni www.tamningamenn.is Nú verða allir að drífa sig og mæta til að hlusta á hvað þau hafa að segja okkur varðandi sínar þjálfunaraðferðir og fleira.
Framundan hér í Hlíðinni er það jólabakstur, jólakort, jólapakkar, jólaís og auðvitað sjálfur jólakötturinn. Að ógleymdum öllum jólahrútunum sem að hefja skyldustörf á næstu dögum.
Til að toppa allt þetta jóla verður valinn sérstakur jólahestur til að fara jólareiðtúrinn á þegar allt annað er í höfn. Hvenær sem það nú verður ?
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir