14.12.2011 22:59

Sauðfjárrækt og fleira



Rollukelling nú og líka fyrir langalöngu...............hér með kynbótahrútinn Trassa.
Myndin er sennilega tekin haustið 1970 nánast inní gangi og við Trassi vafalaust ekki verið vinsæl þarna á dreglinum.

Já það munar ekki miklu að við séum farin að jarma eftir tilfæringar í þágu sauðfjárræktarinnar hér á bæ síðustu daga. Búið að raða, skipuleggja og endurskipuleggja fram og aftur um fjárhúsin með vonandi góðum árangri.
Á morgun verður svo sæddur vænn hópur af kindum sem fá það hlutverk að ,,skuttla,, ræktuninni fram á við með úrvals kynbótagripum. Nánar um það og hrútavalið á morgun.
Lífið er búið að snúast um sauðfjárrækt með smá skammti af hestastússi hjá mér síðustu daga. En þó með smá hliðarspori þegar ég gerðist einkabílstjóri dagpart fyrir góðar konur í jólainnkaupum.
Í þeirri ferð náði ég líka að heimsækja nýjustu frænku mína hana Svandísi Sif.
Maður verður nú að hafa smá fjölbreyttni í þessu öðru hvoru.

Ég fékk góðarfréttir frá Svíþjóð af henni Glotthildi sem að nú er komin í tamningu. Hún fer vel af stað svo það verður bara spennandi að fylgjast með henni.
Alltaf svo gaman að fá fréttir af hestunum sem að farnir eru til nýrra eiganda.



Mér finnst gaman að eiga Glottaafkvæmi og vildi meira að segja eiga fleiri svoleiðis.........