08.12.2011 21:04
FT aðalfundurinn
Á morgun föstudag er aðalfundur Félags tamningamanna haldinn á Kænunni í Hafnarfirði og hefst kl 18.00. Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér fært að mæta en á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf og síðast en ekki síst jólahlaðborð í boði félagsins.
Já þau svíkja ekki jólahlaðborðin hjá honum Jonna á Kænunni.
Smá sýnishorn frá fundinum í fyrra...........sjáumst sem flest á Kænunni FT félagar.
Er búin að setja inn nokkrar myndir frá aðalfundi Hrossvest í albúmin, kannske ég smelli svo af nokkrum myndum á fundinum á morgun.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir