29.10.2011 21:54
Nú er bræla í Hlíðinni
Það er nú bara þannig tíðarfar núna að manni veitir ekkert af því að rifja upp eitthvað skemmtilegt. Og þá er bara að skoða svolítið af folaldamyndum frá síðustu árum.
Hér á fyrstu myndinni eru Létt okkar og Léttstígur að stinga saman nefjum, hann er undan Sporði frá Bergi.
Þarna er aftur á móti sjarmatröllið Fleyta sem er dóttir Stíganda frá Stóra-Hofi og Skútu.
Hún er skemmtilegur prakkari sem gaman er að hitta út í haga og sjá hreyfa sig.
Stoltur minn stendur alltaf fyrir sínu og gerir meira að segja húsfreyjuna og ræktandann svolítið stolta stundum. Stoltur er undan Alvari frá Brautarholti og Tign minni.
Þarna er árgerð 2010 Þjóðhátíð litla sem er dóttir Skútu og Glyms frá Skeljabrekku.
Grallari eins og öll afkvæmin hennar Skútu.
Þetta er líka uppáhaldsmynd hjá mér en þarna er Kostur sonur Sparisjóðs og Tignar að hjálpa föður sínum við skyldustörf. Já stundum er vilji allt sem þarf.
Hér er svo Kátur minn að stilla sér upp fyrir myndatöku hann er undan Karúnu og Auði frá Lundum.
Að lokum er svo hér mynd af Auðséð sem er dóttir Karúnar og Sporðs frá Bergi.
Hollt fyrir geðsmunina að skoða myndir af folöldum þegar vindurinn hvín og rigningin streymir niður gluggann.
Annars var þetta fínasti dagur, Mummi var með góðan hóp á frumtamninganámskeiði sem að stendur nú um helgina í Söðulsholti. Ég smellti í súpu og bollur fyrir hópinn og laumaðist svo aðeins með myndavélina inn til þeirra. Spurning að setja inn myndir þegar ég hef fengið birtingarleyfi?
Lífgimbrarnar eru allar komnar inn og Rúnar dýralæknir búin að sprauta þær allar við garnaveiki.
Næst koma svo hrútarnir inn en þeirra ,,útivistarleyfi,, rennur út fljóttlega þetta árið.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir