16.10.2011 22:26
Ýmislegt............
Haustveðrið réði ríkjum hér í dag þegar gekk á með hvössum skúrum og allt að því éljum.
Vorkenni alltaf hestunum sem að úti eru þegar svona bleytu tíð er í boði en skjólin í fjallinu eru góð og eflaust finnst þeim þetta ágætt á með þau hafa gott gras og frið fyrir mannfólki.
Á fimmtudagskvöldið kom stjórn Félags tamningamanna saman hér í Hlíðinni og fundaði.
Að sjálfsögðu byrjuðum við fundinn á því að hlaða okkur orku og snæða Hnappdalsfjallalamb með öllu því helsta ,,grænfóðri,, sem að spettur hér í Hlíðinni.
Það er ekki nokkur von til þess að við gerum eitthvað gáfulegt nema við séum södd og sæl.
Ýmis mál voru á dagskránni svo sem skipulagning viðburða sem verða í boði á næstunni, undirbúningur fyrir aðalfund og margt fleira. Bara góður og gagnlegur fundur.
Við áttum ljómandi kvöldstund með spjalli og skemmtilegheitum, takk fyrir komuna.
Föstudagurinn var fundadagur fyrst var það fundur með forsvarsmönnum LH, FHRB, hrossaræktarráðunauti, dómarafélögum LH og Sigríði Björns dýralækni hrossasjúkdóma.
Umræðuefnið að fara yfir niðurstöður áverkaskráninga á Landsmóti 2011.
Seinni fundurinn var svo aðalfundur Gæðingadómarafélags LH, góður fundur með nokkuð góðri mætingu. Alltaf fróðlegt að mæta á aðalfundi.
Laugardagurinn var svo slátursgerðardagurinn mikli sem er alltaf svo góður þegar hann er búinn. Afurðin var svo prófuð um kvöldið og hlaut bara þó nokkuð lof allt frá okkur heimafólkinu ,,upp,, til kærkomins þyrluflugmanns sem að mætti í matinn.
Það voru nokkurnveginn 77 ár sem að skildu þann yngsta og elsta að í aldri sem tóku þátt í slátursgerðinni. Já kynslóðabil er ekki til í skyldustörfunum hér á bæ.
Í dag voru svo veisluhöld hjá Stellu sem að fagnar 70 árum á morgun, já þær voru ekki af verri endanum veitingarnar hjá henni frekar en venjulega.
Helgin var svo þétt skipuð að enginn tími var til að fara á sauðamessu í Borgarnes hvað þá hrossauppboð og hrútasýningar. Já það er ekki einleikið hvað maður vildi vera víða og gera margt, kannske vex ég uppúr þessu þegar ég verð ,,stór,, ????
Ýmislegt er líka á döfinni næstu vikuna en ofarlega á stefnuskránni er sviðaveisla, Geirmundartjútt, smalamennskur og folaldasýning.
En kannske verð ég bara til friðs og fer ekki neitt.
Vorkenni alltaf hestunum sem að úti eru þegar svona bleytu tíð er í boði en skjólin í fjallinu eru góð og eflaust finnst þeim þetta ágætt á með þau hafa gott gras og frið fyrir mannfólki.
Á fimmtudagskvöldið kom stjórn Félags tamningamanna saman hér í Hlíðinni og fundaði.
Að sjálfsögðu byrjuðum við fundinn á því að hlaða okkur orku og snæða Hnappdalsfjallalamb með öllu því helsta ,,grænfóðri,, sem að spettur hér í Hlíðinni.
Það er ekki nokkur von til þess að við gerum eitthvað gáfulegt nema við séum södd og sæl.
Ýmis mál voru á dagskránni svo sem skipulagning viðburða sem verða í boði á næstunni, undirbúningur fyrir aðalfund og margt fleira. Bara góður og gagnlegur fundur.
Við áttum ljómandi kvöldstund með spjalli og skemmtilegheitum, takk fyrir komuna.
Föstudagurinn var fundadagur fyrst var það fundur með forsvarsmönnum LH, FHRB, hrossaræktarráðunauti, dómarafélögum LH og Sigríði Björns dýralækni hrossasjúkdóma.
Umræðuefnið að fara yfir niðurstöður áverkaskráninga á Landsmóti 2011.
Seinni fundurinn var svo aðalfundur Gæðingadómarafélags LH, góður fundur með nokkuð góðri mætingu. Alltaf fróðlegt að mæta á aðalfundi.
Laugardagurinn var svo slátursgerðardagurinn mikli sem er alltaf svo góður þegar hann er búinn. Afurðin var svo prófuð um kvöldið og hlaut bara þó nokkuð lof allt frá okkur heimafólkinu ,,upp,, til kærkomins þyrluflugmanns sem að mætti í matinn.
Það voru nokkurnveginn 77 ár sem að skildu þann yngsta og elsta að í aldri sem tóku þátt í slátursgerðinni. Já kynslóðabil er ekki til í skyldustörfunum hér á bæ.
Í dag voru svo veisluhöld hjá Stellu sem að fagnar 70 árum á morgun, já þær voru ekki af verri endanum veitingarnar hjá henni frekar en venjulega.
Helgin var svo þétt skipuð að enginn tími var til að fara á sauðamessu í Borgarnes hvað þá hrossauppboð og hrútasýningar. Já það er ekki einleikið hvað maður vildi vera víða og gera margt, kannske vex ég uppúr þessu þegar ég verð ,,stór,, ????
Ýmislegt er líka á döfinni næstu vikuna en ofarlega á stefnuskránni er sviðaveisla, Geirmundartjútt, smalamennskur og folaldasýning.
En kannske verð ég bara til friðs og fer ekki neitt.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir