21.09.2011 22:32
Enn eru það réttirnar.
Þarna sjáið þið þrjá af okkar góðu smölum smala fram klettana fyrir ofan Hraunholtahlíðina.
Þetta eru Hallur, Þóra og Per sem að kom alla leiðina frá Danmörku til að mæta í réttirnar hjá okkur.
Í gær var Mýrdalsrétt þar var aldeilis blíða og tók ég fullt af myndum sem eru komnar í myndaalbúmin hér á síðunni. Það eru sem sagt komin þrjú ný albúm á síðuna með nokkur hundruð myndum úr réttunum.
Þær voru nú nokkrar kindurnar með appelsínugulum merkjum sem að litu við í Hlíðinni í sumar............kannske þessir vösku menn séu að hugsa um að koma með í leit á næsta ári
Þessir voru líka brattir að venju enda ekki ástæða til annars í blíðunni.
Þarna eru svo höfðingjarnir úr eldri deildinni að spjalla við réttarvegginn.
Ragnar í Hlíð, Magnús á Álftá, Sigurður í Hraunholtum og Steinar í Tröð.
Já það var gaman í Mýrdalsrétt þar hittir maður fólkið í sveitinni sem að gerist alltof sjaldan.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir