10.09.2011 23:23
Hótel Víkingur í Hnappadalnum.
Ég átti alltaf eftir að sýna ykkur myndirnar sem Gústav Adolf ,,sveitungi,, minn sendi mér og nokkrar aðrar sem að ég hef viðað að mér m.a frá henni Dúu sem að vann á Hótelinu
.
Myndirnar eru af Hótel Víkingi sem að sigldi á Hlíðarvatni árin 1964 og 1965.
Takið sérstaklega eftir gluggunum.
Það var ekki alltaf blíða...................annað en núna þessa áratugina.
Þarna eru skvísurnar í eldhúsinu...................
Og ekki fór nú framhjá neinum að þetta var Hótel Víkingur.
Eins og þið sjáið þá var þetta listafley en sennilega hefur þetta ævintýri verið ca 40 árum á undan tímanum. Hefði passað vel við árið 2007....................
Í vor var innslag í sjónvarpsþættinum Landanum um Hótelið, þið getið horft á þáttinn með því að smella á slóðina hér fyrir neðan. Munið að smella svo á litla flipan sem að á stendur ,,horfa,,
http://www.ruv.is/frett/fljotandi-hotel-a-hlidarvatni
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir