08.09.2011 22:58

Himininn logar.......



Himininn logaði hér í Hlíðinni þegar leið á kvöldið.............hvað sem það nú boðar.

Það er búið að vera kuldalegt í dag og sérstök ástæða til að vera ,,föðurlandsvinur,, þegar útreiðar eru á döfinni.
Rautt nef og kaldir fingur ..............það táknar ekkert annað en að haustið góða sé komið.

Féð hefur hópast niður og er komið heim að girðingu í þeirri von að nú væru komnar réttir og full ástæða til að smakka á hánni. Forustukindin og uppáhaldið Pálína var mætt með bæði lömbin sín heim að hliði.  Það fannst mér ,,sauðörugg,, vísbending um að haustið sé komið, treysti Pálínu betur en Sigga Stormi og hinum snillingunum.

Nú eru allar rúllurnar sem að við áttum niður í sveit komnar hingað heim, bara eftir að flytja frá Vörðufelli. Já heyskapurinn er endalaus þetta árið.

Að lokum smá stolin speki.........

Konur eru englar, en þegar einhver
eyðileggur vængi þeirra,
fljúga þær á kústskafinu.