01.09.2011 23:10

Vá bara kominn september........



Eins og alvöru íslenskum fjárhundi sæmir er Snotra farin að hugsa um leitir og réttir.
Verða þetta erfiðar leitir með vondum veðrum og basli eða sólríkar sælu stundir í fjallinu?
Spurning hvort að hún ,,ráði,, til sín svarta vini sína af border colleætt til að vaða í verkið?
Kannske ekki svo vitlaust að skoða það mál ?

Margt var afrekað hér í Hlíðinni í dag, bókhald, viðgerðir, girðingavinna, rúllufluttningar og að sjálfsögðu hestastúss og tamningar.

Bláberja atið mikla er hér í fullum gangi etið, sultað, hleypt, niðursoðið og saftað. Já algjör snild að eiga góða ,,berjatínu,, á góðum berjastað.
Og svo er þetta voða..........hollt.............með sykri og rjóma.

Framundan er margt spennandi um  helgina....................vona samt að Katla kerlingin fari nú ekki að gjósa.