27.08.2011 22:37
jamm og já.
Andrúmsloftið hefur verið mjög afslappað í hestagirðingunum síðan við komum heim úr hestaferðinni góðu.
Á myndinni eru nokkur sparihross hérna við eldhúsgluggann hjá mér að að undirbúa sig fyrir nóttina. Baltasar, Ríkur, Krapi, Skriða og Proffinn.
Annars var fyrsti vinnudagurinn hjá hestunum eftir hestaferð í dag þ.e.a.s nokkrum af þeim.
Hópur af erlendum gestum kom hér og tók sér reiðtúr í blíðunni, hestarnir vour mjög ánægðir með að þetta var ekki nema tveggja tíma túr og hrósuðu happi að mér datt ekki í hug að taka annan átta daga hring. Já hestar hugsa ég sver það...................................
Á morgun eigum við svo von á góðum gestum sem koma til okkar að líta á hross.
Eftir góða daga í hestaferð var rokið af stað að keyra heim rúllur og til stóð að slá örlítið meira svona til að eiga örugglega nóg fyrir alla í vetur. En það verður að bíða í nokkra daga þar sem að ,,mánudagur,, búsins sagði stopp þ.e.a.s glæsigripurinn Claas Ares 657 sem er í sjálfteknu frí þar til viðeigandi varahlutir berast.
Já þessi elska er nú frekar heilsulaus verð ég að segja...............en heilsa er ekki öllum gefin.
Í gær var brunað með Kát minn suður að Kistufelli þar sem að hann skemmtir sér á meðal ógeltra glæsigripa næstu vikurnar. Hann hefur staðið í ströngu við að ,,skemmta,, hefðar hryssum sem að hafa komið hingað til hans í heimsókn.
Ég fór og skoðaði Léttlind og Blástur í leiðinni en þeir eru líka á Kistufelli hjá Tómasi bónda.
Þeir litu vel út eins og við var að búast feitir og pattaralegir.
Dimma var ekki fengin þegar sónað var frá litla ,,Glottanum,, svo að hún varð bara eftir hjá honum.
Það var líka í gær sem að Geirmundur KS vinur minn var að spila í samkomuhúsinu við Þverárrétt. Gaman hefði nú verið að skella sér á ball en skökum leti og dvínandi skemmtanafíknar sat ég heima þó með hálfum huga í gær en tómri hamingju þegar ég vakanaði í morgun.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir