25.08.2011 00:45

Dagur átta í hestaferðinni og sá síðasti.



Þá er það áttundi og síðasti dagurinn í hestaferðinni góðu.
Þarna erum við á heimleiðinni frá Bíldhóli og rétt að verða komin í Mjóadalinn.
Blíðan sveik ekki frekar en fyrri daginn og allt samkvæmt áætlun.



Þarna er að verða örstutt heim stóðið brunar niður Mjóadalinn í átt að Oddastöðum.

Já þetta var alveg snildar ferð í alla staði gott veður, gott fólk og góðir hestar og það sem mest er um vert og ekki sjálfsagt, allir komust heilir og glaðir heim bæði menn og hestar.
Síðasti spretturinn heim er alltaf sérstakur en þá fá hestarnir auka ,,hestöfl,, lifna við og leggja sig fram af öllum mætti.

Þeir sem að riðu með í dag voru: Mummi, Skúli, Astrid, Arnar, Haukur, Randi og ég.
Það var hress og kátur hópur sem að settist til borðs hér í kvöld eftir velheppnaðan dag.
Já og vitið þið hvað ?  Að sjálfsögðu vorum við að skipuleggja hestaferð í Borgarfjörðinn á næsta ári.
Þessi ferð verður lengi í minnum höfð enda urðu þeir bísna margir sem að komu með stutta spotta eða alla leið.
Þetta var afmælisferð fyrir Hrannar og Björgu sem að verða brátt áttatíu ára .............sko saman lagt, þetta var tamningaferð hjá okkur en síðast en ekki síst sumarfrís og skemmtiferðin okkar.
Takk fyrir samfylgdina, móttökurnar og öll skemmtilegheitin kæru vinir.
Þetta var svo gaman.