22.08.2011 22:37

Dagur sex í hestaferð.



Dagur sex í hestaferðinni var nú með þeim betri verst að það gátu ekki allir verið með þennan daginn. Við riðum frá Skildi Álftafjörðinn að Klungubrekku veðrið gat varla verið betra skýjað, hlýtt og nærri því logn. Ég var búin að ímynda mér að vegurinn væri harður og leiðinlegur en það var nú öðru nær. Ofaníburðurinn er svo leirkenndur að það var mjög gaman að ríða eftir veginum sem að gaf eins konar fjöðrun. Landslagið var stór brotið og stórkostlegt, riðið þar sem hátt var niður í sjó og hamrar fyrir ofan okkur.
Hátt í sjötíu hross voru þæg en nokkuð áframgeng í rekstri.



Svenni yfirtrúss var að sjálfsögðu á staðnum með allt sem að vantar í hestaferð á pallinum.
Þarna er kaffitími í Álftafirðinum Svenni, Sæunn og Arnar að gæða sér á kræsingum.



Já það var líka afmælisveisla í hestaferðinni þennan daginn með vöflum og alskyns bakkelsi.
Þarna er tekið á því í átinu áður en við fórum af stað frá Skildi.

Þeir sem að riðu með í dag voru: Astrid, Þorgeir, Skúli, Mummi, Sæunn afmælisbarn, Arnar og ég.  Svo að sjálfsögðu Svenni yfirtrúss á bílnum.

Á morgun verður svo riðið frá Klungubrekku að Bíldhóli.