21.08.2011 00:50
Dagur fjögur
Dagur fjögur var eins og hinir dagarnir í hestaferðinni algjör snild, það er bara ólýsanleg tilfinning að ríða á fjörunum í svona færi og veðri.
Það getur enginn ímyndað sér það nema hafa prófað og þeir sem að eru í hestamennsku og hafa ekki prófað verða að gera eitthvað í því.
Við riðum frá Tröðum í Stakkhamar þar sem að við fengum ríðandi móttökunefnd þegar við vorum að nálgast bæinn. Áðum svo drjúga stund í Stakkhamri spjölluðum við bændur og riðum svo að Hrísdal. Í Hrísdal fengum við góðar mótttökur og eftir skemmtilegt spjall var riðið að Hjarðarfelli þar sem við geymum hestana í nótt.
Ég hef ekki áður riði leiðina frá Stakkhamri í Hjarðarfell en þetta er skemmtileg leið og með því að fá leyfi hjá honum Ástþóri í Dal að ríða yfir túnfótinn í Dal er þetta bara frábært.
Takk fyrir góðar mótttökur og ánægjuleg samskipti ágætu sveitungar bæði í minni sveit og annara.
Ströndin er bara falleg.....................
...................og mjúk undir fæti.
Og þessir sóluðu sig vel áður en að þeir fóru á fjörurnar.
Hjarðafellsfjölskyldan fjölmennti í hópinn í dag þarna eru Gunnar, Sigríður og Kristín.
Björg í símanum..................hefur sennilega stungið Hrannar af enda á Rík mínum sem bara yngist með degi hverjum í ferðinni.
Það var örtröð á ,,Svennabar,, þegar við stoppuðum enda heitt í veðri og sólstrandarstemming.
Að sjálfsögðu er boði uppá gleðidrykki öðru hvoru þessi græni fíni sem að Skáneyjarbóndinn er að þamba nefnist ,,pressaðir framsóknarmenn,,
......................honum fannst þeir (framsóknarmennirnir) súrir.
Villtu í nefið ? ................... ,,Villtu í nefið vinur minn,,
Þeir sem að riðu með í dag Mummu, Skúli, Astrid, Hrannar, Björg, Þorgeir, Ísólfur, Arnar, Ásberg, Axel, Stefán Logi, Randi, Haukur, Sirrý, Gunnar, Harpa, Kristín, Laufey og aðstoðarkona, Guðný Margrét, Borghildur og ég.
Á morgun ríðum við svo frá Hjaraðarfelli og yfir Kerlingarskarð meira um það síðar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir