19.08.2011 21:16
Dagur þrjú og nafn á litlu frænku.
Dagur þrjú í hestaferð var snildin ein eins og við var að búast, veðrið, hitinn, fólkið og hestarnir. Dýrðarinnar dásemd í orðsins fyllstu merkingu sjáið bara svipinn á frænda litla.
Við byrjuðum í Hömluholti en þar var þessi mynd tekin af liðinu áður en við fórum af stað.
Þarna er ,,óreglu,, liðið okkar.......nei djók þau eru alvega að hætta, spurning hvort að þau verði hætt á morgun?
Þarna er strollan að lesta sig við Skógarnes.
Vá hvað þetta er alltaf gaman.......................
Stefnan tekin á sjálfan Snæfellsjökul........................eins gott að stóðið stoppi...........
Eitthvað grín í gangi ..............Hrannar nýfertugi og Randi Skáneyarfrú kampakát í Stakkhamarsnesinu.
,, Sólstrandargæi,,........................það er í góðu lagi að vera ssssólstrandargæi...............í hestaferð.
Þarna er hluti af ferðafélögunum að slaka á þegar komið var að Tröðum.
Þeir sem að riðu í dag voru Mummi, Skúli, Astrid, Hrannar, Björg, Þorgeir, Ásberg, Sigga, Axel, Bjarki, Arnar, Randi, Haukur, Steinunn og ég. Síðan fylgdu Gísli og Hafrún okkur frá Hömluholti. Og vitið það hvað sennilega bætist í hópinn á morgun en þá ríðum við fjörurnar til baka og síðan upp að Hjarðarfelli.
Litla frænka mín hefur fengið nöfn og þau ekki af verri endanum daman heitir Fríða María.
Til hamingju með nöfnin flottu kæra frænka.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir