18.08.2011 00:05
Hestaferð..........dagur eitt og að auki örfréttir.
Myndgæðin ekki sérstök en stemmingin góð.........................bóndi úr Borgarfirðinum sennilega að reyna að koma á okkur böndum............eða hvað sýnist ykkur???
Jæja þá erum við komin af stað í árlega hestaferð og að sjálfsögðu er ferðinni heitið beint af augum. Við erum komin með ca 7-8 daga skipulag sem að vonandi breytis ekki stórvægilega.
Við fórum af stað um kl 19.00 og riðum niður að Kolbeinsstöðum með rúmlega 60 hross.
Þeir sem að riðu fyrsta áfangann voru Mummi, Skúli, Astrid, Hrannar , Björg, Þorgeir, Ísólfur, Arnar og ég. Svenni var svo yfir trússarinn á bílnum, svo er líklegt að einhverjir skelli hestum á kerrur og komi og ríði einhverja daga með okkur. Bara gaman að því.
Við ríðum frá Kolbeinsstöðum að Hömluholti á morgun létt og fín dagleið sem að hæfir vel misþjálfuðum hestum og mönnum. Svo á föstudaginn eru það uppáhaldsfjörurnar sem sagt Hömluholt - Traðir. Þetta er jú sumarfrí er það ekki?
Á morgun verður myndavélin með í för svo að þið fáið kannske smá sýnishorn af ferðinni.
Af öðrum fréttum...................Rák er komin heim fylfull við Dyni frá Hvammi, Upplyfting er fylfull við Gosa frá Lambastöðum og Skúta er fylfull við spari Sparisjóði mínum.
Heyskapurinn gekk bara vel loksins þegar að hann byrjaði og ekki hefur oft verið heyjað allt í sama þurrkinum. Heyfengurinn er minni en venjulega þó úr hafi ræst, nákvæmar rúllu tölur liggja ekki fyrir að svo stöddu við lyklaborðið hjá mér.
Ég þarf svo við tækifæri að segja ykkur frá skemmtilegri kvennareið sem héðan var farin um síðustu helgi. Já heill floti af kellum sem að áttu góðan dag með reiðtúr í kringum Hlíðarvatn og grillveislu um kvöldið.
Ein frekar leiðinleg frétt því að hann Keli vinur minn og yfir músabani veiktist og dó um síðustu helgi. Ég veit ekki hvað kom fyrir en hann varð mikið veikur og hafði það ekki af.
Alltaf leiðinlegt að missa skemmtileg dýr af hvaða tegund sem þau eru, vona bara að honum gangi vel á músaveiðum ,,hinumegin,, en hans er sárt saknað.