06.08.2011 00:43
Ljótar og fallegar Rebbasögur
Hún er ljót refasagan sem sögð er í Mogganum í dag en þar segir Sigurjón bóndi á Valbjarnarvöllum frá því þegar refur réðst á fullfrískt lamb og stórskaðaði það. Fleiri sögur voru raktar í blaðinu og eru þær allar á einn veg rebbi gerir skaða og óskunda í búfénaði.
Þessar sögur eru ekki ný sannindi fyrir okkur sauðfjárbændur því refum hefur stór fjölgað og verða sífellt grimmari og aðgangsharðari. Já og svo sannalega ekki bara í sumarhúsabyggðum eins og fjölmiðlum er svo tíðrætt um. Slæmar heimtur af fjalli og óútskýrð vanhöld hljóta að gefa til kynna að einhverjir ,,refir,, gangi lausir.
Ég held að tjónið sem refurinn veldur sé miklu meira en flestir gera sér grein fyrir, það á þá ekki bara við sauðfé heldur hefur fuglalíf á ákveðnum svæðum orðið fyrir miklum skaða.
Ekki er von á góðu í þessum málum á meðan hvorki er geta né vilji hjá sveitafélögum og ríki til að framfylgja þessum lögboðnu verkefnum þ.e.a.s eyðingu vargs.
Já þeir eru margir ,,refirnir,, sem herja á sauðfé og bændur um þessar mundir.
En ég ætla að deila með ykkur skemmtilegri Rebbasögu eða réttara sagt myndum.
Þessi Rebbi fékk að nota stofugólfið að eigin vild og var ekki til vandræða enda undir straungu eftirliti úrvals refaskyttu.
Að auki var hann bláeygður og blíðlyndur allavega svona á mynd...........
Rebbi heillaði mig upp úr skónum og kunni greinilega vel að meta gestagang og athygli.
Þarna er hann að undirbúa sýningu fyrir okkur, sjáið hvað hann er einbeittur á svipinn.
Þarna er Rebbi að stíga villtan dans við vatnsslönguna sem var eitt aðal leikfangið hans og sýningartækið. Ekki vantaði tilþrifin og sjáið þið fótaburðinn sem er í heimsklassa ?
Já þessi Rebbi er flottur og það sem meira er hann lofði að gera ekki ursla og glæpi í sauðfé og fuglum.............allavega ekki hérna megin.
Þessar sögur eru ekki ný sannindi fyrir okkur sauðfjárbændur því refum hefur stór fjölgað og verða sífellt grimmari og aðgangsharðari. Já og svo sannalega ekki bara í sumarhúsabyggðum eins og fjölmiðlum er svo tíðrætt um. Slæmar heimtur af fjalli og óútskýrð vanhöld hljóta að gefa til kynna að einhverjir ,,refir,, gangi lausir.
Ég held að tjónið sem refurinn veldur sé miklu meira en flestir gera sér grein fyrir, það á þá ekki bara við sauðfé heldur hefur fuglalíf á ákveðnum svæðum orðið fyrir miklum skaða.
Ekki er von á góðu í þessum málum á meðan hvorki er geta né vilji hjá sveitafélögum og ríki til að framfylgja þessum lögboðnu verkefnum þ.e.a.s eyðingu vargs.
Já þeir eru margir ,,refirnir,, sem herja á sauðfé og bændur um þessar mundir.
En ég ætla að deila með ykkur skemmtilegri Rebbasögu eða réttara sagt myndum.
Þessi Rebbi fékk að nota stofugólfið að eigin vild og var ekki til vandræða enda undir straungu eftirliti úrvals refaskyttu.
Að auki var hann bláeygður og blíðlyndur allavega svona á mynd...........
Rebbi heillaði mig upp úr skónum og kunni greinilega vel að meta gestagang og athygli.
Þarna er hann að undirbúa sýningu fyrir okkur, sjáið hvað hann er einbeittur á svipinn.
Þarna er Rebbi að stíga villtan dans við vatnsslönguna sem var eitt aðal leikfangið hans og sýningartækið. Ekki vantaði tilþrifin og sjáið þið fótaburðinn sem er í heimsklassa ?
Já þessi Rebbi er flottur og það sem meira er hann lofði að gera ekki ursla og glæpi í sauðfé og fuglum.............allavega ekki hérna megin.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir