31.07.2011 11:28

Lífleg vika



Augnablik......................

Þetta er dæmigerð mynd fyrir andrúmsloft síðustu viku.
Þarna eru Mummi og ein grá og góð í léttum dansi.

Já það var líflegt hér í vikunni og mikil umferð bæði manna og hesta hér um slóðir.
Nágrannar okkar hjá Hestamiðstöðin Söðulsholti komu hér ríðandi með stóran hóp, Grundfirðingar með sunnlennsku ívafi komu hér við, góðir gestir frá Þýskalandi í verslunarhugleiðingum, hópur af norðurlandinun og margir fleiri. Að ógleymdum hryssueigendum sem komið hafa með hryssur eða sótt hryssur hingað til okkar.
Góðir grannar komu svo ríðandi í gær og fengu smá fylgd úr hlaði að gömlum og góðum sið.
Nokkur tamningahross hafa farið heim og önnur komið í þeirra stað. Það er alltaf gaman að temja og kynnast hrossum undan nýjum stóðhestum sérstaklega er það skemmtilegt þegar við þekkju til hrossanna í gegnum móðurina. Kannske tamið hana eða eitthvað undan henni áður. Í vikunni var að fara heim hryssa undan Markúsi frá Langholtsparti sem var fyrsta Markúsarafkvæmið sem að við höfum tamið hér heima. Mummi var með fola undan honum í tamningaprófinu á öðru árinu á Hólum, það var flottur foli sem gekk mjög vel með.
Hryssan er bráðefnileg sérstaklega er ganglagið frábært, mjúk, hreingengi og flugrúm.
Nú er hryssan farin heim í frí þar sem að hún bætir við líkamlegum vexti og sinnir ,,bóklega,, þætti tamningarinnar.
Fyrsta afkvæmið sem að við temjum undan Aðli frá Nýja-Bæ er skemmtileg hryssa sem lofar góðu. Alltaf svo gaman að spá í ættir og uppruna þeirra hrossa sem hingað koma.