29.07.2011 11:18
Skjónufélagið..........já sæll
Stofnfundur hins háæruverðuga Skjónufélags var haldinn hér í Hlíðinni þann 26 júlí 2011.
Engin stjórn var kjörin, algert þingræði !
Samþykkt að enginn fái inngöngu nema annar falli frá.
Stofngripurinn Zebra Skjóni kynntur og verður hann afhentur þeim félagsmanni sem á hæst dæmda skjótta hross ársins á hverju ári.
Niðurlag fundargerðar ,, neyttum matar og drykkjar í óhófi, hlógum okkur til óbóta,,
Á myndinni getið þið séð hvernig át, drykkja og hlátursköst geta útleikið annars gullfallegt fólk. Á næsta fundi verða myndatökur aðeins leyfðar í upphafi fundar ekki í lok samkvæmis eins og þarna.
Fyrir ykkur sem að þekkið ekki fólkið á myndinni..................
F.v aftari röð, Hulda Guðfinna framkvæmdastjóri okkar hestamanna FHRB. FT. Þristsfélagsins, Skjónufélagsins og verðandi meðlimur ferðafélagsins ,,Beint af augunn,,
.............og dæmir á heimsmeistaramótinu í Austurríki að sjálfsögðu í anda Skjónufélagsins.
Jón Ólafur, Kænumeistarakokkur, hestaíþróttadómari með meiru og það mikilvægasta sambýliskraftur Erlu Guðnýjar.
Erla Guðný landsþekkt húsmóðir úr Garðabænum, uppáhalds verknámsneminn okkar frá Hólaskóla og aðalfulltrúi okkar Skjónufélagsfélaga í keppnisbrautinni á LM 2011.
Skúli bóndi, yfirskúrari, súpukokkur (Dísu) og nýórðinn skjónueigandi.
Mummi formaður útgerðarfélagsins Skútan ehf og væntanlegur skjónueigandi, er um þessar mundir ,,Skjónufélags starfsmaður í þjálfun,, og temur skjótta hryssu fyrir húsfreyjuna.
F.v neðri röð, Oddrún Ýr sérlegi LH fulltrúinn okkar og næstum því verknámsneminn okkar, dæmdi í anda Skjónufélagsins á LM 2011.
Næst í röðinni er ,,hlátursútgrátin,, húsfreyjan með stofngripinn Zebra Skjóna.
Þórdís Anna væntanlegur sendiherra Skjónufélagsins í Þýskalandi, FT dugnaðarforkur, LH skvísa og bara uppáhalds Dísan okkar allra í Hlíðinni.
Astrid fyrrverandi Hvanneyrarskvísa, væntanleg Hólaskvísa og mikilvægur tengiliður okkar við konunglegt Danaveldi.
Glæsigripurinn Zebra Skjóni sem án efa verður mjög eftirsóttur á næstu árum.
Þar sem að félaginu hafa borist fjöldinn allur af umsóknum um aðild sem er ekki í boði að svo stöddu skal á það bent að leyfilegt er að stofna aldáendaklúbb..................Skjónufélagsins.
Æskilegt er að klúbburinn hafi fulltrúa frá sem flestum landshlutum.........
Myndasirpa frá fundinum mun birtast hér á síðunni um leið og húsfreyjunni gefst næði til að setja þær inn og eftir að þær hafa verið ritskoðaðar í smásjá félagsins.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir