25.07.2011 22:52

Á morgun er skjóttur dagur



Á morgun verður  stofnfundur Skjónufélagsins haldinn við hátíðlega athöfn hér í Hlíðinni.
Af því tilefni er skjótt myndaþema með blogginu í dag......................þarna er yfirgrillarinn á Fáséð minni.
Já það verður gaman að hitta Skjótta liðið og gera eitthvað skemmtilegt..........kannske verða myndatökur leyfðar..................og myndir birtar síðar.



Þessi er alveg........................Auðséð frá Hallkelsstaðahlíð.

Í dag var brunað með hryssur á heimaslóðir sem að höfðu verið hér í ýmsum erindagjöðum.

Nokkrar voru hér í heimsókn hjá stóðhestum aðrar í tamningu og sumar í hestaferðinni góðu. Nú fer að styttast í sónarskoðun hjá nokkru hryssum sem að hafa farið af bæ undir stóðhesta og nú er bara að bíða með tilheyrandi spenningi eftir útkomunni þar.
Skyldi vera gæðingur á leiðinni undan Dyn frá Hvammi, Ugga frá Bergi, Spuna frá Vestukoti ????  Kemur í ljós.................bara búið að staðfesta fyl í Kolskör undan Arði frá Brautarholti.