23.07.2011 11:23
Fjörurnar og Rómeó - Júlía.
Fjörurnar er alltaf jafn skemmtilegar og ekki er nú verra að fá blíðu af bestu gerð þegar þær eru riðnar. Í gær riðum við frá Tröðum að Stakkhamri með góðum erlendum gestum.
Síðan er stefnan tekin á meiri fjörureið í dag frá Stakkhamri að Hömluholti.
Aðla fjöruferðinn okkar er svo eftir og verður væntanlega farin um miðjan ágúst með rekstri og fjöri. Hver vill þá vera með ???
Nú hefur Mummi tekið ákvörðun um undir hvaða stóðhest Skúta skuli fara þetta árið.
Ég er nú svolítið ánægð með ákvörðunina fyrir hönd þess útvalda sem er Sparisjóðurinn minn. Skúta er uppáhaldið hans Mumma svo að greinilegt er að hann metur Sjóðinn minn mikils. Svo er bara að bíða og sjá hvað út úr þessu kemur.
Rómeó og Júlía.....................nei, nei Skúta og Sparisjóður.......................
Júlía...........Skúta..........
Rómeó...................Sparisjóður...............
...............er alveg að koma.....................
..................og nú eru frekari myndatökur bannaðar.........næsti þáttur í óperunni.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir