15.07.2011 09:11

Kátur kátur og góð veiði í Hlíðarvatni í Hnappadal.



Það er blíða í Hlíðinni sem að allir kunna að meta...............nema kannski grasið.



.............hann Kátur er að minnsta kosti kátur og hamdist varla inná mynd hjá mér.

Kátur er tveggja vetra sonur hennar Karúnar frá Hallkelsstaðahlíð og Auðs frá Lundum.

Karún fór þann 13 júlí í Sandhólaferju undir gæðinginn hann Spuna frá Vestukoti svo nú er bara að bíða og vona að úr því verði eitthvað skemmtilegt.

Eins og áður sagði er blíða og tilvalið veður til útilegu, veiðin hér í Hlíðarvatni hefur verið góð og nokkrir stórir og flottir fiskar voru færðir hér á land í vikunni.
Tjaldstæðin eru klár svo að við hlökkum til að sjá ykkur.