20.06.2011 22:18

Smá innskot..........



Á myndinni er hryssa undan Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð og Sporði frá Bergi sem að fæddist á sunnudaginn.

Rák er farin með Fjarka litla í girðingu til hans Dyns frá Hvammi, við vorum einmitt að sækja hana útí girðingu þegar að þessi litfagra dama var fædd.

Það eru þó nokkrar annir hjá stóðhestunum hér á bæ um þessar mundir, Kátur litli sonur Auðs frá Lundum og Karúnar er að reyna sig í ,,ræktunnarstarfinu,, og gengur bara bærilega.
Gosi hefur líka fengið heimsóknir og Sparisjóður á alltaf annríkt í þessum störfum.
Gamli Hlynur frá Lambastöðum er svo á leið í girðinguna sína og eins og hinir mun hann taka nýjum dömum fagnandi.
Þeir sem að hafa áhuga á að nota þessa kappa hafa bara samband við okkur hér í Hlíðinni.

Í dag var bara þolanlegt veður sem að er afar fréttnæmt þessa dagana sólskin og alveg stætt utandyra. Við rákum úr túninu og erum að manna okkur uppí að fara verja túnið eins og í venjulegu árferði. Kindurnar eru hinsvegar ekkert spenntar fyrir því að fara lengra til fjalla og beita öllum brögðum til að sleppa. Ekki eru þó allar kindur jafn heimakærar því að nokkrar flekkóttar eru mættar hingað í túnið og skarta appelsínugulum merkjum sem gefur til kynna að þetta séu vorboðar úr suðri.
Óvenju snemma á ferð og virka svolítið villtar blessaðar.
Hver veit nema þessar elskur hafi lesið Bændablaðið og misskilið eitthvað..................