18.06.2011 21:49

Randi Soldáns og Randi Holaker.



Þetta er Randi Soldánsdóttir frá Hallkelsstaðahlíð sem hér lætur sig dreyma um blíðu og gras í litlausum úthaga. Randi litla er undan Snör frá Hallkelsstaðahlíð og Soldán frá Skáney.

Þegar Sveinbjörn frændi minn átti stórafmæli í fyrra komu þau Randi og Haukur í Skáney færandi hendi og gáfu honum toll undir Soldán sinn Aðalsson. Var farið með Snör til hans og þegar hryssan kastaði jarpri hryssu var Sveinbjörn ekki í vafa hvað hún ætti að heita.
Þannig að nú eru ,,Randiarnar,, tvær Soldáns og Holaker.

Í dag var brunað í Búðardal þar sem opið gæðingamót Hestamannafélagsins Glaðs fór fram í hávaða roki. Mikil þátttaka var á mótinu og magir góðir hestar og knapar öttu kappi.
Ljómandi gott mót það sem af er og vel að því staðið sérstaklega var gaman að fá í hendurnar flotta mótsskrá með hagnýtum upplýsingum. Mættu fleiri hestamannafélög taka dalamenn til fyrirmyndar í þessum málum, dalamenn stór sprik til ykkar frá mér.
Mummi fór með Dregil frá Magnússkógum og komst í úrslit í tölti og A flokki gæðinga.
Annars voru það hjónaleysin í Skáney sem að skoruðu best í dag og mæta því með hóp í úrslit á morgun. Bara spennandi keppni framundan á morgun.

Nú er að vellta vöngum yfir því hvaða hryssa á að fara undir Dyn frá Hvammi á morgun........